Rjómasprautuhylki sprakk framan í Birki

„Síðan byrjaði augað á mér að bólgna og þá var ég alveg viss um að ég væri orðinn blindur“

Fyrst eftir slysið litu brunasárin svona út.
Miklir áverkar Fyrst eftir slysið litu brunasárin svona út.
Mynd: Úr einkasafni

„Þetta er búin að vera mjög sársaukafull vika,“ segir kokkaneminn Birkir Ívar Gunnlaugsson sem lenti í alvarlegu vinnuslysi fyrir viku þegar rjómasprautu-gashylki sprakk með þeim afleiðingum að hann brenndist illa í andliti, á höndunum og skaddaðist á auga. Betur fór en á horfðist í fyrstu og eru læknar bjartsýnir á að Birkir nái fullum bata með tímanum.

Gashylkið sprakk

Þegar slysið varð, um kvöldmatarleytið síðastliðinn þriðjudag, var Birkir að útbúa sósu í stórum stálpotti en margir áttu pantað borð á veitingastaðnum þar sem hann vinnur umrætt kvöld.

Þegar sósan var nánast tilbúin, orðin hnausþykk og mallaði á 240 gráðu hita, ákvað Birkir að byrja að fylla á gashylki í sprautubrúsum sem notaðir eru á staðnum fyrir hinar ýmsu sósur, frauð og rjóma. Gashylkin voru geymd í hillu fyrir ofan eldavélina.

„Ég færði sósupottinn til hliðar og rétti höndina upp til að sækja gashylki. Við það dettur eitt hylkið ofan í pottinn. Ég vissi strax að það gæti sprungið og var að velta því fyrir mér hvað ég ætti að að gera þegar það sprakk, nokkrum sekúndum síðar.“

Sprengingin var gríðarlega kraftmikil. Sósan slettist um allt eldhús, þrjá metra upp í loftið, og helluborðið, þar sem potturinn stóð, mölbrotnaði. Birkir, sem stóð beint fyrir framan pottinn, brenndist mjög illa þegar heit sósan fór yfir hann.

„Ég byrjaði bara að öskra. Sáraukinn var svo gríðarlega mikill og mér fannst eins og það væri að kvikna í andlitinu á mér. Um leið og þetta gerist fer rafmagnið af svo við sem vorum í eldhúsinu sáum ekkert. Vinnufélagar mínir reyndu að gera sitt besta til að hlúa að mér en það var erfitt í myrkrinu.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.