fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

„Þú ert ekki í lagi, Jakob minn“ – Sakar ritstjórn Fréttablaðsins um að þóknast eigendum blaðsins

Gunnar Smári segir ritstjórn Fréttablaðsins þóknast eigendum blaðsins – „Hér heggur sá er hlífa skyldi,“ segir Jakob

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 10. febrúar 2017 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans sakar Jón Hákon Halldórsson, um að þóknast eigendum Fréttablaðsins. Jón átti forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær þar sem hann greindi frá því að Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, krefðist endurupptöku á tveimur dómsmálum með þeim rökum að dómararnir hefðu verið vanhæfir þar sem þeir hefðu tapað á bréfum sem hríðféllu í hruninu. Gunnar Smári lætur sér ekki nægja að saka blaðamanninn um annarlegar hvatir, ritstjórnin öll sé að þóknast eiganda blaðsins undir leiðsögn Kristínar Þorsteinsdóttur ritstjóra.

Gunnar Smári stofnaði Fréttablaðið og segir sagan að Gunnar Smári hafi selt Jóni Ásgeiri þá hugmynd að hann þyrfti að eiga fjölmiðil. Þeir reistu alþjóðlegt fjölmiðlaveldi sem einnig innihélt Nyhedsavisen og Boston Now en töpuðu að lokum ævintýralegum upphæðum.

Tveir hluthafar yfirgáfu Fréttatímann fyrir skömmu og Fréttatíminn fækkaði útgáfudögum. Nýverið ákvað Gunnar Smári að leita til almennings eftir styrkjum. Stundin og RM söfnuðu milljónum en Gunnar Smári kveðst hafa safnað fyrir einum starfsmanni og örfáir deila kostuðum auglýsingum Fréttatímans á Facebook. Eftir að Gunnar Smári byrjaði að biðja almenning um aura hefur hann margsinnis sakað einstaka fjölmiðla um vera handbendi eigenda á meðan aðrir miðlar hafi ekki nægilega útbreiðslu.

Á vafasömu róli

Hefur Gunnar Smári einnig stofnað félagið Frjálsa fjölmiðlun og heldur fram að Ríkisútvarpið sé eini stóri miðillinn sem ekki sé í eigu sérhagsmunaaðila. Notar ritstjórinn oftast orðin almannahagsmunir og sérhagsmunir, vörumerki Björns Þorlákssonar þegar hann skeiðar um á Facebook. Fáir hafa nennt að standa í því að eltast við málflutning Gunnars Smára ef frá er talinn Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður 365, sem segir ritstjórann á vafasömu róli:

„Ertu að segja að þetta sé ekki frétt? Mér finnst þú sem blaðamaður og ritstjóri á mjög vafasömu róli þegar þú lætur statt og stöðugt að því liggja að fréttir og fréttaflutningur jafngildi áróðri fyrir einhverjum tilteknum sjónarmiðum? Ber að líta svo á varðandi fréttir Fréttatímans, að þar liggi ætíð fiskur undir steini — eitthvað svona hidden agenda? Segir þarna einhvers staðar að þessi krafa Sigurjóns sé réttmæt? Eiga fjölmiðlar að þegja um fréttir af þessu tagi þá af ótta við að þær verði lagðar upp og túlkaðar sem áróður?“

Mynd: Mynd Heiða Helgadóttir

Gunnar Smári segir á móti að Jakob gangi ekki heill til skógar í að verja að „sakamenn“ reki fjölmiðla til að verja hagsmuni sína. „Þú ert ekki í lagi, Jakob minn,“ segir ritstjóri Fréttatímans og sakar ritstjórn Fréttablaðsins um að þóknast eigendum blaðsins:

„Nei, þetta er ekki frétt. Þetta er grautur og naglasúpa, soðinn upp af ritstjórninni til að þóknast eiganda sínum undir leiðsögn fyrrum blaðafulltrúa hans, sem nú er æðstur yfirmaður á stassjóninni.“

Jakob segir málflutning fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins hins vegar vera lúalegan gagnvart blaðamönnum sem starfa á þessum miðlum samkvæmt siðareglum blaðamanna, að saka þá um að vera ómerkileg handbendi eigenda. „Hér heggur sá er hlífa skyldi,“ segir Jakob.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar