fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Herra Hnetusmjör Ráðherrason

Rapparinn vinsæli er sonur fyrrverandi félagsmálaráðherra

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 8. desember 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að það gusti af rapparanum Herra Hnetusmjöri. Lagið hans, Já, ég veit, hefur tröllriðið vinsældalistum landsins undanfarið. Á dögunum fylgdi hann vinsældum lagsins eftir með því að gefa út plötuna Kóp Boi. Á henni eru ellefu brakandi fersk lög sem hafa fallið vel í kramið. Herra Hnetusmjör heitir réttu nafni Árni Páll Árnason og er tuttugu og eins árs gamall.

Er einn allra vinsælasti rappari landsins.
Herra Hnetusmjör Er einn allra vinsælasti rappari landsins.

Það sem færri vita er að faðir hans er Árni Magnússon, sem gegndi embætti félagsmálaráðherra fyrir hönd Framsóknarflokksins árin 2003–2006. Árni starfar í dag sem framkvæmdastjóri Orku hjá verkfræðistofunni Mannviti.

Árni stendur greinilega þétt á bak við rappferil sonarins því í fjórða lagi nýútkominnar plötu, sem ber heitið Lítur allt út fyrir það, segir Herra Hnetusmjör: „Pabbi sagði eltu drauminn og ég gerði hobbí mitt að vinnu“. Það hefur sonurinn svo sannarlega gert en í sama lagi kemur fram að hann taki 100 þúsund krónur fyrir að semja takt og 300 þúsund krónur fyrir að koma fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera