Ellý Ármanns sér eftir flúri með nafni fyrrverandi

Einhleyp í dag.
Ellý Ármanns Einhleyp í dag.
Mynd: Úr einkasafni

Sjónvarpsþulan fyrrverandi og spákonan Ellý Ármanns segist hafa gert mestu mistök ævi sinnar þegar hún fékk sér húðflúr með nafni kærasta síns. Þau eru nú skilin að skiptum og veltir Ellý því fyrir sér á Facebook hvort hún eigi að láta fjarlægja flúrið eða ekki.
Fjöldi vina hennar hefur skrifað athugasemdir um hvað hún eigi að gera, sumir leggja til að hún fari í laser og láti fjarlægja flúrið, aðrir leggja til að hún láti hylja það með öðru flúri, enn aðrir að hún hreinlega leyfi því að vera sem minningu eða áminningu um sambandið sem nú er búið. Athygli vekur að nokkrir leggja til að hún finni sér annan kærasta með sama nafni, þannig að menn sem heita Steingrímur og eru á lausu geta velt fyrir sér að bjóða Ellý á stefnumót.
„Það liggur við að ég húðflúri „fáviti“ á ennið á mér og mér líður hræðilega yfir þessu. En spilin sögðu run baby run,“ segir Ellý flúruð en frelsinu fegin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.