Myrkur og ljós í lífi þekktra Íslendinga á árinu: „Ég náði ekki að kveðja hann og segja honum hvað ég elskaði hann mikið“

Sorg og gleði – Trúa á ástina – Perrar – Barneignir – Ást á ónýtu kerfi – Verður amma – Óvirðing við hinn látna – Erfitt að ná ekki að kveðja vinkonu

Það hefur gengið á ýmsu í samfélaginu árið 2017. #Metoo byltingin hefur haft gríðarleg áhrif, þá féll ríkisstjórn og önnur reis í staðinn. Hér ætlum við ekki að fjalla um samfélagsmál nema að hluta. Hér tjá þekktir Íslendingar um sínar verstu stundir á árinu og þær bestu. Sumir tjá sig um erfiðan missi, kynferðislega áreitni og árásir á netmiðlum. Þá opna hinir þekktu Íslendingar sig um ný líf, börn, barnabörn og getur einn fyrrverandi þingmaður ekki beðið eftir að verða amma. Myrkur og ljós í lífi þekktra Íslendinga á árinu.

Ellý Ármanns ritstjóri:

Trúi enn á ástina

[[C1A7FE2DDB]]

Ég hóf MBA-nám við Háskóla Íslands. Ég gerði það fyrir mig og engan annan. Ég vildi læra eitthvað nýtt, nýta reynslu mína sem fyrrverandi blaðamaður og ritstjóri og víkka sjóndeildarhringinn. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið lengi. Ég fékk að taka ársleyfi frá náminu sem er hálfnað því ég ákvað að bretta upp ermar til að geta greitt bankanum en það kom til af því að þegar ég skildi á sínum tíma var húsið skráð á mig. Ég reyndi eftir skilnaðinn að semja við bankann en án árangurs. Svo fór að húsið var selt bankanum á uppboði. Það var tvennt í stöðunni og það var að borga bankanum sem fór fram á eingreiðslu eða þá kveikja í kennitölunni minni. Ég var staðráðin í að láta reyna á hið fyrrnefnda og mála myndir og athuga hvort ég gæti selt þær og safnað þannig fyrir skuldinni. Ég mála risastórar myndir óhefðbundnar með spaða og salan hefur gengið vonum framar. Ég er bjartsýn á að geta borgað bankanum í kringum áramótin og fótað mig á ný ef guð leyfir.

Pabbi lést á páskadagsmorgun aðeins 66 ára gamall. Ég náði ekki að kveðja hann og segja honum hvað ég elskaði hann mikið áður en hann fór en ég fékk dýrmæta stund með honum í kirkjunni daginn sem jarðarförin fór fram. Þar sagði ég honum hvað ég elska hann og hvað ég þráði alltaf að vera ein af börnunum hans og hvað hann skipti mig miklu máli. Séra Jóna Hrönn sá til þess að ég fékk góða stund með honum þar sem hann lá friðsæll í kistunni og fyrir það verð ég henni ávallt þakklát.

Ég kynntist leigumarkaðnum og endaði á því að leigja herbergi fyrir mig og stelpuna mína fyrir ofan skemmtistað í miðborginni. Mér fannst það erfitt í byrjun en svona eftir á að hyggja þá var þetta allt í lagi því það er stórkostlegt að búa í litlu herbergi hamingjusöm heldur en vansæl í höll. Við mæðgurnar gerum gott úr þessu og njótum þess að upplifa borgina saman.

Svo gerði ég þau hræðilegu mistök að fá mér húðflúr með nafni þáverandi kærasta. Ég varð ástfangin upp fyrir haus og hélt svo innilega að hann væri sá rétti. Annað kom hins vegar í ljós. En ég trúi enn þá á ástina og ég er ekki búin að missa vonina. Ég skammast mín hins vegar og læt mér þetta að kenningu verða.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.