Greta Salóme komin í fitness-æfingabúðir í Taílandi

„Fúnkera illa í fríi“

Greta Salóme er í fantaformi og ætti að fara létt með æfingabúðirnar. Hún hljóp meðal annars hálft maraþon í sumar til styrktar Félagi gigtveikra barna.
Greta Salóme Greta Salóme er í fantaformi og ætti að fara létt með æfingabúðirnar. Hún hljóp meðal annars hálft maraþon í sumar til styrktar Félagi gigtveikra barna.

Söngfuglinn og fiðlusnillingurinn Greta Salóme er nýlent í Taílandi, ásamt kærasta sínum, Elvari Þóri Karlssyni, og þremur öðrum. Þar hyggjast þau stunda æfingar í bootcamp/fitness-æfingabúðum næsta mánuðinn.

„Við gerðum þetta á sama tíma í fyrra og þetta er bara með því besta sem ég hef gert,“ segir Greta Salóme. „Ég fúnkera ekki vel í svona algjöru fríi og þetta er geggjuð leið til að sameina frí og æfingar.“

Þetta er í annað sinn sem Greta Salóme er í búðunum, en hún var þar í fyrra líka og byrjaði þá á nýársdag. Æfingar eru alla daga í um þrjá klukkutíma á dag og utan æfinga ætla Greta Salóme og vinir hennar að skoða og njóta alls þess sem Taíland hefur upp á að bjóða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.