Það besta og versta í samfélaginu árið 2017

Álitsgjafar DV segja frá því sem stóð upp úr á árinu 2017 að þeirra mati

MeToo-byltingin, stöðugt efnahagsástand og gróska í íslensku menningarlífi er það sem álitsgjafar DV nefna þegar þeir eru beðnir um að lýsa því besta í íslensku samfélagi árið 2017. Morð, ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir, gróðafíkn og aukin ítök stórfyrirtækja eru meðal þess versta. DV leitaði til nokkurra álitsgjafa og fékk þá til að lýsa því besta og versta sem einkenndi samfélagið á árinu sem er að líða.

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður

Það besta:

MeToo er þó án vafa það besta sem gerðist á árinu þótt áhrif þess séu langt frá því komin í ljós að fullu. Það má svo nefna að karlalandsliðið í fótbolta komst í fyrsta sinn á HM í fótbolta, Katrín Jakobsdóttir myndaði nýja ríkisstjórn sem nýtur mikils trausts landsmanna og allur almenningur virðist sáttari við hlutskipti sitt en áður.

Það versta:

Fjögur morð það sem af er ári og opinberun á ótrúlegu ofbeldi gegn konum í tengslum við MeToo og hliðarverkanir þess eru án vafa það versta sem kom upp í þjóðfélagsmálunum á árinu 2017. Það bliknar allt annað í samanburði við það. Ris og fall ríkisstjórna, kjólamál ráðherra og kosningabaráttan í haust fyllir síðan í aðrar lægðir ársins sem voru þó óvenju fáar og grunnar miðað við undanfarin ár. Það var fátt sem reis ofar öðru á árinu.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.