Hvað segir karlinn? „Ég býst við því að hún verði stórstjarna“

„Ég er gífurlega stoltur af henni,“ segir Hallgrímur Jón Hallgrímsson, sambýlismaður Katrínar Halldóru Sigurðardóttur leikkonu. Katrín hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu með túlkun sinni á Elly í samnefndu leikriti í Borgarleikhúsinu. „Ég fór mjög lítið í leikhús áður en ég kynntist Kötu, hún kynnti leikhúsið fyrir mér og nú finnst mér ofboðslega gaman að fara í leikhús, að sjálfsögðu að sjá hana, en líka hin og þessi verk.“ Hallgrímur hefur alltaf vitað að hún yrði stjarna: „Ég átti kannski ekki von á að það yrði alveg svona fljótt, hún fór beint úr LHÍ í bransann. Ég býst við því að hún verði stórstjarna fyrr en síðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.