fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Ásgerður Jóna: „Við hörmum þetta mikið“ – Segir Fjölskylduhjálp Íslands hafa barist gegn matarsóun í mörg ár

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 21. desember 2017 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar segist harma mjög þau mistök að konan, sem vildi ekki láta nafn síns getið en kom fram í viðtali við DV, hafi ekki fengið neitt kjöt í jólaúthlútun Fjölskylduhjálparinnar. Þá segir hún að Fjölskylduhjálp hafi verið með útrunnar vörur til að sporna við matarsóun í mörg ár.

„Mér hafa rétt í þessu borist fréttir af því að einhver hópur hafi ekki fengið svínakjötið og bjóðum við fólki sem ekki fékk kjötið að koma til okkar í Iðufellið í dag fyrir kl 16 og þiggja kjötið. Þetta eru okkar mistök en mjög mikið var að gera og við með margar starfstöðvar.“ segir Ásgerður í viðtali við DV.

Ásgerður segir aðalmisskilninginn liggja í því að fólk haldi að Fjölskylduhjálp sé að úthluta jólamat fyrir alla hátíðina.

Sjá einnig: Margar vörur úr jólaaðstoð Fjölskylduhjálpar löngu útrunnar: „Ég get ekki lýst tilfinningunni að þurfa að bera þetta á borð fyrir fjölskylduna um jólin“

Ásgerður Jóna formaður Fjölskylduhjálpar segist harma mjög þau mistök að fólk hafi ekki fengið svínakjötið
Ásgerður Jóna Flosadóttir Ásgerður Jóna formaður Fjölskylduhjálpar segist harma mjög þau mistök að fólk hafi ekki fengið svínakjötið

„Við erum að gefa í tvær máltíðir, kjöt og fisk, og erum með hundruð fjölskyldna. Við erum að kaupa kjöt fyrir á fjórðu milljón króna þannig að mér finnst þetta svolítið óvægið, en ég tek því alveg og þessari gagnrýni bara með jákvæðu hugarfari.“

Ásgerður segist hafa orðið vör við umræðuna sem skapaðist í kringum úthlutunina í gær og að hún hafi þá tekið það fram hvað það var sem Fjölskylduhjálpin var að gefa.

„Auk jólagjafa gáfum við inneignarkort á leikföng í Hagkaup, 1.300 gjafamiða á Subway og inneignarkort í matvöruverslanir meðan birgðir entust. Þarna var svo rjómi og smjör, kotasæla, sýrður rjómi og hellingur af nýju jógúrti. Brauð og mikið af fersku grænmeti en fólk gerði nú lítið úr því. Svo vorum við með rauðkál, grænar baunir, maís og ég gæti endalaust talið upp. En svo var fólk á netinu að kvarta yfir því að fá ekki konfekt.“

Höfðu ekki efni á hamborgarhrygg

Fjölskylduhjálp tók umræðu um að hafa svínahamborgarhrygg en eftir góða ígrundun sáu þau að ekki var svigrúm fyrir það, peningalega séð.

„Fólk var mjög þakklátt fyrir að við vorum í fyrsta skiptið með óreyktan svínahnakka, við prófuðum hann sjálf persónulega á vinnustað og þetta er óskaplega góður matur. Þarna gátum við gefið tveggja kílóa stykki og við vildum frekar geta hjálpað fleirum með aðstoð heldur en að vera með mjög lítið.“

Ásgerður segir að Fjölskylduhjálpin hafi áður verið með ís í úthlutuninni en í ár hafi þau tekið meðvitaða ákvörðun um að hafa hann ekki með.

„Hann bráðnaði bara allur og var orðinn alveg bráðinn þegar fólk var komið heim.“

Mikið sett út á útrunninn mat sem Fjölskylduhjálp gaf

„Ég skal segja þér svolítið, þú borðar jógúrt alveg 15 dögum fram yfir síðasta söludag og við erum alltaf með eitthvað af útrunnum matvælum allt árið í kring, útrunnar vörur sem eru bara fínar til manneldis. Við erum að sporna gegn sóun á matvörum og við erum búnar að gera þetta í mörg ár.“

Ásgerður tekur það þó fram að útrunnu vörunum sé ekki alltaf úthlutað sjálfkrafa heldur sé þeim stillt upp fyrir fólk til þess að grípa með sér á leiðinni út og sé því valkvætt.

„Það eina sem við úthlutuðum voru ótrúlega góðar muffins sem að runnu út held ég í desember, snakki sem rann út i október og djús en við prófum allar þær vörur sem voru allar mjög góðar. Annað kannast ég ekki við.“

Ásgerður segir að sjálfboðaliðarnir séu hryggir í kjölfar umræðunnar en taki gagnrýninni með jákvæðu hugarfari.

„Það eru þarna fimmtíu sjálfboðaliðar sem vinna baki brotnu og erum við að reyna að gera okkar besta.“

Margir sem ekki fengu kjöt

Fleiri einstaklingar tóku undir orð konunnar sem fékk ekkert kjöt í sinni úthlutun og segir Ásgerður að það megi vel vera enda hefur komið í ljós að hópur fólks fékk ekki kjötið eins og fram hefur komið.

„Við vorum óvenju mörg í aðstoðinni í gær að hjálpa. Fólk er að fara út með 5-6 troðfulla poka og við getum ekkert gert í því ef fólk er að gleyma pokanum sínum á einhverri starfsstöðinni hjá okkur. En auðvitað hörmum við þetta ef fólk hefur ekki fengið kjötið og þá átti það bara að koma til okkar og við hefðum kippt þessu í lag.„

Ásgerður segist fagna því að umræðan hafi farið inn á fjölmiðla enda hafi þau ekkert að fela.

„Fólk verður bara að vera meðvitað þegar það fer þarna í gegn. En ef fólk heldur að hjálparsamtök geti verið bara með mat öll jólin og áramótin.. Það eru bara ekki til peningar. Við hörmum þetta mikið, við erum með gott orðspor og gerum allt til þess að vernda það. Við gerum það meðal annars með opnu bókhaldi og erum einu hjálparsamtökin á Íslandi sem hefur þann háttinn á. Þannig að já við erum svolítið sár, við erum að reyna okkar besta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum