fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Gefur út sjálfstyrkingarbók fyrir 6 til 12 ára stelpur: „Jafn sjálfsagt að kenna sjálfstyrkingu og leikfimi“

Kristín Tómasdóttir er höfundur bókarinnar Sterkar stelpur sem miðar að því að styrkja sjálfsmynd stúlkna á grunnskólaaldri –

Auður Ösp
Mánudaginn 18. desember 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rannsóknir sýna að sjálfsmynd stelpna byrjar að þróast í neikvæða átt í kringum 10-12 ára aldurinn. Þá byrjar sjálfsgagnrýni, mikill samanburður og neikvætt sjálfstal en í mörgum tilfellum eiga stelpur erfitt með að snúa þessari þróun við allt upp undir tvítugu. Vegna þessa finnst mér svo mikilvægt að byrja fyrr og reyna að fyrirbyggja þessar neikvæðu afleiðingar með fræðslu áður en „skaðinn“ er skeður,“ segir Kristín Tómasdóttir metsöluhöfundur sem gefur bókina Sterkar stelpur nú fyrir jól en um er að ræða sjálfstyrkingarbók fyrir stúlkur á aldrinum 6 til 12 ára. Kristín hefur áður skrifað fimm bækur sem hafa selst í um 30.000 eintökum. Auk þess hefur hún haldið fjölda námskeiða fyrir unglinga um betri sjálfsmynd. Sterkar stelpur er frábrugðin hinum bókunum að því leyti að hún er ætluð yngri lesendahópi.

Sjálfsmynd stúlkna byrjar snemma að þróast í neikvæða átt

„Nú höfða ég til stelpna á aldrinum 6-12 ára í stað unglinga sem ég hef hingað til einbeitt mér að. Þetta er sjötta bókin mín í sama dúr en ég skrifa sjálfstyrkingarbækur þar sem ég legg inn upplýsingar sem geta nýst börnum og unglingum fyrirbyggjandi í tengslum við sjálfsmynd þeirra. Sterkar stelpur er stútfull af skemmtun, verkefnum, viðtölum, fróðleik og fræðslu. Í bókina má skrifa, vinna verkefnin, lita og teikna,“ segir Kristín í samtali við DV en hún kveðst hafa skrifað bókina í framhaldi af mikilli eftirspurn foreldra eftir sjálfstyrkingarefni fyrir yngri markhóp.

„Því miður stafar það af því að foreldrar eru farnir að taka eftir því að sjálfsmynd stelpna byrjar að þróast í neikvæða átt fyrr en áður var. Stelpur allt niðrí 6 ára aldur eru að fara í megrun og sjálfsmynd þeirra mótast af flóknum samfélagsþáttum sem geta haft neikvæðar afleiðingar á sjálfsmyndina nema við bregðumst rétt við þeim. Þá á ég til dæmis við óraunhæfar útlitskröfur og flókna samskiptahætti í gegnum samfélagsmiðla.

Sterkar stelpur er sjötta bókin sjálfstyrkingarbók Kristínar en þetta er fyrsta bók kennar sem er ætluð fyrir aldurshópinn 6 til 12 ára.
Sjálfsmynd stúlkna verður snemma brothætt Sterkar stelpur er sjötta bókin sjálfstyrkingarbók Kristínar en þetta er fyrsta bók kennar sem er ætluð fyrir aldurshópinn 6 til 12 ára.

Alveg sama hvað ég er að fást við, hvort sem það er að halda námskeið, skrifa bækur, halda fyrirlestra og hvort heldur sem það er ætlað börnum eða fulloðrnum þá er ég alltaf með þrjú megin markmið. Þau eru að kenna hvað orðið sjálfsmynd merkir, að kenna leiðir til þess að þekkja sína eign sjálfsmynd og að kenna leiðir til þess að koma í veg fyrir að sjálfsmyndin þróist í neikvæða átt.“

„Stelpur allt niðrí 6 ára aldur eru að fara í megrun og sjálfsmynd þeirra mótast af flóknum samfélagsþáttum sem geta haft neikvæðar afleiðingar á sjálfsmyndina nema við bregðumst rétt við þeim.“

Aðspurð segist Kristín hafa byggt bókina á kennsluefni sem hún þróaði fyrir sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 6-12 ára stelpur.

„Mér fannst þetta virka vel og foreldrar ánægðir með afraksturinn en það er alveg stórkostlegt að hlusta á 7 ára stelpu ræða um sjálfsmynd sína og hvað það er sem hefur áhrif á hana. Það er bara eitthvað svo heilbrigt við það.

Ég líki þessu oft við það að við sendum börnin okkar í leikfimi tvisvar sinnum í viku í skólanum, þar læra þau að hreyfa sig og styðja við góða líkamlega heilsu. 12 ára börn læra allt um flókin ferli frumubreytinga og við reynum að kenna börnunum okkar holla matseld og matarvenjur í heimilisfræði. Allt gott og blessað, en mín skoðun er sú að við eigum að leggja jafn mikla áherslu á að kenna börnum hvernig þau rækta og styrkja sjálfsmynd sína. Það hlýtur að vera mikilvægur grunnur að öllu hinu.“

Hjálpar fólki að finna „skrúfuna sem vantar“

Undanfarin ár hefur sjálfstyrkingarkennsla verið aðalvinna Kristínar: í gegnum fyrirlestra, með námskeiðum, og í gegnum bókaskrif.

„Ég lít svo á að bækurnar styðja við námskeiðin mín og allt annað sem ég er að gera en gæti aldrei lifað af bókaskrifunum einum og sér. Í fyrsta sinn gef ég út bókina mína sjálf í gegnum fyrirtækið mitt Út fyrir kassann. Hinar bækurnar mínar hafa komið út í gegnum forlag sem ég er þakklát fyrir og hefur kennt mér mjög margt. En bókabransinn á Íslandi er ekki spennandi bissniss og miðað við þá vinnu sem rithöfundurinn leggur í vinnuna og standa vaktina í bókaflóðinu, bæði í búðum, upplestrum og viðtölum þá finnst mér litlu muna að sitja beggja megin borðsins. Það má því segja að ég sé í dag bæði rithöfundur og bókaútgefandi og það finnst mér ganga bara framar vonum.

Undanfarin ár hefur sjálfstyrkingarkennsla verið aðalvinna Kristínar, með fyrirlestrum, námskeiðum og í gegnum bækurnar.
Þriggja barna móðir og metsöluhöfundur Undanfarin ár hefur sjálfstyrkingarkennsla verið aðalvinna Kristínar, með fyrirlestrum, námskeiðum og í gegnum bækurnar.

Annars er ég gift, þriggja barna móðir í Hlíðunum. Ég segi stundum að ég sé í Krossinum og á þá við að ég æfi Crossfit hjá Crossfit Reykjavík. Fyrir mér var það að byrja að æfa Crossfit eins og ganga í trúarsöfnuð. Ég er algjörlega heltekin af þessu æfingakerfi, mér hefur aldrei þótt jafn skemmtilegt að hreyfa mig og kúltúrinn og fólkið þarna er alveg einstakt. Svo elska ég að fara á skíði og fékk nýlega gönguskíði sem verður mín nýja vetrarfíkn sem mótvægi við racerhjólið sem ég fékk sl sumar.“

Kristín kveðst stundum fá spurningar um sína eigin sjálfsmynd og svari hún því yfirleitt þannig að eins og allir aðrir er hún stundum með jákvæða sjálfsmynd og stundum með neikvæða sjálfsmynd.

„Ég er til dæmis með jákvæða sjálfsmynd þegar ég er á skíðum enda er ég góð á skíðum, mér finnst það gaman, ég er örugg og reyni að fara á skíði eins oft og ég get. Aftur á móti er ég með neikvæða sjálfsmynd þegar ég tala ensku. Ég fer fljótt út í það að hugsa “hversvegna ertu að segja þetta svona? Afhverju ertu að nota þetta orð? Það skilur enfinn hvað þú ert að segja?” Og þegar hugsanirnar eru á þennan veg þá er sjálfsmyndin neikvæð. En mér finnst þetta gott dæmi til þess að útskýra hvað sjálfsmyndin er magslungin og hvað við þurfum að seilast langt til þess að bæta hana. Í mínu tilfelli þarf t.d ensku kennslu til að bæta sjálfsmynd mína. Oft er þetta bara spurning um svona einfaldar skrúfur sem okkur vantar en okkur hættir til að misskilja þetta og viljum heldur standa fyrir framan spegil og segja “ég er frábær, ég er frábær….” Það myndi seint virka á mig. Ég reyni að hjálpa fólki að sjá hvaða “skrúfu” því vantar svo sjálfsmyndin verði jákvæðari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið