fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Hópur fólks rakkaði niður Bubba: Þá mætti kóngurinn sjálfur á svæðið – Þögn sló á hópinn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 11. desember 2017 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég þoli ekki Bubba Morthens,“ fullyrti Gréta Grétarsdóttir í hópnum Það sem enginn viðurkennir á Facebook. Í þeim hópi hendir fólk fram fullyrðingum sem þau myndu sjaldan eða aldrei greina frá annar staðar.

Bætti Gréta við að Bubbi væri montinn og leiðinlegur. Það eru ekki nýjar fréttir að Bubbi Morthens sé umdeildur. Bubbi hefur verið í þeim sporum frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið. Hans verður alltaf minnst sem eins merkasta tónlistarmanns íslenskrar tónlistarsögu. En eins og gengur eru ekki allir sammála slíkum fullyrðum.

Það voru fleiri í hópnum tóku í svipaðan streng og Gréta. Davíð Þór Baldursson sagði að hann hefði í þrjú skipti hitt Bubba og tónlistarmaðurinn var að hans mati góður með sig og með stæla. „Góð tónlist hundleiðinlegur maður.“

Birgir Hrafn tók þátt í að tala illa um Bubba og sagði: „Ég læt stundum eins og Bubbi hafi horfið af sjónarsviðinu árið 1990, eftir að platan Ég er kom út. Með það í huga er hann klárlega ein mesta goðsögn íslenskrar tónlistarsögu.“ Þá sagði Óli Hreiðar Hansson: „Mikið er ég sammála hvorki sem tónlistarmann né manneskju.“

Nafni hans Ólafur Magnússon Oddsson hélt fram að Bubbi hefði hætt að vera góður tónlistarmaður um það leyti sem hann fór í meðferð. Fleiri tjáðu sig á þessum nótum en fjöldinn sem kom Bubba til varnar var þó stærri. „Maður á bara að sýna virðingu fyrir Bubba,“ sagði Daníel Snær og Einar Sigurður bætti við að Bubbi sé og verði alltaf meistari.

Helga Birna Jónasdóttir var ósátt og spurði hvernig fólk gætu fullyrt um mannkosti Bubba þegar það hefði ekki hitt hann.

„Ég hitti hann einu sinni þegar ég var að leitast eftir notuðu hjóli handa dóttur minni. Hann kom á eftir mér út og sagði mér hvert ég gæti farið og spjallaði við mig. Fannst þetta voðalega almennilegt og breytti öllu hvað ég hugsaði um þekkta einstaklinga. Hann er alls ekkert merkilegur með sig og að gefa sér tíma til að tala við mann fannst mér æði.“

„Einn besti textahöfundur landsins,“ sagði Kolbrún Huld og Katla Rún Baldursdóttir sagði fólki að skammast sín og bætti við: „Bubbi er lang bestur!“

Þá bentu meðlimir hópsins á að Bubbi væri einn af þeim. Ekki leið á löngu þar til Bubbi sjálfur ákvað að tjá sig í þræðinum. Bubbi tjáði sig stutt en mjög hnitmiðað. Eftir það má segja að þögn hafi slegið á hópinn. Svar Bubba var einfaldlega þetta:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona