Skilaboð Sölku Sólar

Vildi „lúkka nett“
Salka Sól Eyfeld Vildi „lúkka nett“
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Það er vandlifað að vera frægur á tölvuöld. Salka Sól Eyfeld, tónlistar- og útvarpskona, fékk skilaboð frá áhyggjufullri manneskju sem sagðist hafa séð hana í Krakkasjónvarpinu. Manneskjan sagðist hafa verið slegin yfir því að Salka hafi sést sitja með fæturna á sætisbaki stóls. Hún gerði ráð fyrir því að Salka hefði gert þetta af hugsunarleysi en hún yrði jafnframt að velta því fyrir sér hvaða skilaboðum væri verið að koma til ungra barna með athæfinu, þar sem Salka er fyrirmynd. Salka sagðist þó aðeins hafa viljað „lúkka nett“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.