Harry og Meghan Markle trúlofuð

Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle eru búin að trúlofa sig, en þetta var tilkynnt í morgun.

Harry og Meghan munu ganga í hjónaband á næsta ári. Þessi tíðindi þykja ekki koma sérstaklega á óvart enda hafði nokkuð verið skrifað um yfirvofandi trúlofun í bresku pressunni.

Harry, sem er 33 ára, og Meghan, sem er 36 ára, hafa verið saman síðan snemma á þessu ári en í tilkynningu frá Kenington-höll munu þau ganga í hjónaband vorið 2018. Ekki liggur fyrir hvar brúðkaupið fer fram en ef Bretland verður fyrir valinu mun athöfnin líklega fara fram í Westminster Abby, St Paul‘s Cathetral eða kapellunni í Windsor kastala.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.