fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Helena tekst á við krabbameinið með húmorinn að vopni: „Hvað er fyndnara en krabbamein?“ – Sjáðu sprenghlægilegt myndband

Auður Ösp
Laugardaginn 25. nóvember 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðvitað fer maður í ákveðinn rússíbana við fá þessa greiningu og maður er kannski ekkert alltaf að drepast út hlátri í þessu ferli. En það er samt mjög margar fyndnar uppákomur sem geta fylgt því að greinast með krabbamein og ganga í gegnum meðferð. Húmorinn hefur verið mitt bjargráð í þessu öllu saman. Það er líka ákveðið kikk sem maður fær þegar maður gerir því grín að einhverju sem langt flestir hræðast,“ segir Helena Bragadóttir en hún var í miðri krabbameinsmeðferð í sumar þegar hún ákvað að láta slag standa og skella sér á námskeið í uppistandi hjá Þorsteini Guðmundssyni leikara. Á lokakvöldi námskeiðsins sló hún í gegn með uppistandi sínu sem fjallaði um spaugilegu hliðarnar á baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm. Ótrúlegt en satt, þá getur krabbamein (nefnilega verið drepfyndið.

Helena er gift Gunnari L. Friðrikssyni og eiga þau samtals sjö uppkomin börn. Hún greindist með brjóstakrabbamein í byrjun ársins en áður hafði Gunnar greinst með krabbamein í ristli árið 2014 og gengist undir lyfjameðferð og stífa endurhæfingu. Þau voru því búin að „prufukeyra“ ferlið þegar Helena greindist, rétt eins og hún orðar það sjálf.

„Krabbameinið reyndist ekki vera langt gengið hjá Gunnari þegar hann greindist. Það sem hjálpaði okkur á þessum tíma var að taka þetta í skrefum; fyrst kom óvissan og hún var langverst en eftir því sem maður fékk að vita meira um ástandið og horfurnar þá varð þetta smám saman auðveldara. Í raun fannst mér auðveldara að krabbamein sjálf heldur en að vera aðstandandi. Gunnar fór í skurðaðgerð og lyfjameðferð en hefur þó verið lengi að jafna sig og er búinn að vera í stöðugri endurhæfingu og uppbyggingu síðan. Svo má ég segja að það hafi komið aukinn kraftur þegar ég mæti á svæðið með mitt krabbamein,“ segir hún hálf glettilega. „Ég uppgötvaði mitt mein sjálf í desember í fyrra og fékk svo endanlega greiningu í janúar á þessu ári. Æxlið í brjóstinu reyndist hraðvaxta en var samt blessunarlega ekki búið að dreifa sér. Ég þurfti þó að taka allan pakkann: skurðaðgerð, lyfjameðferð og geisla.

Þegar ég greindist sjálf þá gat ég hugsað: „Já ókei, núna tökumst við bara á þetta eins og við gerðum með Gunnari.“ Þá vissi maður líka ýmislegt um þetta ferli, hvað væri fram undan og hvernig allt fer fram og þess háttar. Það var gott að vera í skrefinu, vera í núinu, hugsa til dæmis: „Ókei, nú er ég er að fara í aðgerð eftir tvær vikur“ en hugsa svo ekkert lengra en bara það. Við tókum bara eitt skref í einu og létum það duga hverju sinni. Svo datt maður líka í Pollýönnugírinn. Þó svo að lyfjameðferðin sé hundleiðinlegt þá gat ég líka borið mig saman við fólk sem hefur þurft að fara í mun aggressívari meðferð, eins og til dæmis bróður minn.“

Út fyrir boxið

Það var síðan í ágúst, á meðan Helena sótti geislameðferðina að hún ákvað að stökkva í djúpu laugina og skrá sig á námskeið í uppistandi hjá Þorsteini Guðmundssyni.

„Sara systir mín sem er alveg ógeðslega fyndin, vildi endilega fara og tókst að draga mig með sér. Þarna var ég búin að vera í krabbameinsmeðferð og var búin að fá ágætis tíma til að hugsa um ýmislegt. Og ég hugsaði bara: „af hverju ekki að fara fara aðeins út fyrir boxið?“ Þegar þú færð krabbamein þá ferðu ósjálfrátt að endurskoða lífið, hvað þú vilt gera, hvernig lífi þú vilt lifa,“ segir Helena en hún sér svo sannarlega ekki eftir því að hafa stigið út fyrir þægindahringinn.

Á lokakvöldi námskeiðsins í ágúst síðastliðnum fengu þátttakendur á námskeiðinu síðan tækifæri til að koma fram með sitt eigið efni fyrir framan áhorfendur í Græna herberginu.

„Það tók mig smá tíma að finna út hvað ég ætti að taka fyrir í þessu uppistandi. Ég hugsaði um hvort ég ætti kannski bara að segja einhverjar sögur úr lífi mínu en ákvað svo að skella bara í smá „cancer grín“ og hafa krabbameinið sem þema. Ég hugsaði auðvitað með mér að kannski væri þetta fullmikið á brúninni en ákvað svo bara að láta vaða! Það reyndist vera mjög mikil útrás og ég fékk þvílíkt kikk út úr þessu. Það var líka æðislegt að finna fyrir meðbyr frá salnum. Jafnvel þó svo að eflaust hafi helmingurinn af áhorfendum verið núverandi eða fyrrverandi aðstandendur krabbameinssjúklinga,“ segir Helena jafnframt og bætir við að eftir uppistandið hafi nokkrir komið til hennar, einnig einstaklingar sem misst hafa ástvini úr krabbameini og þakkað henni fyrir góða skemmtun.

Hún býst ekki við að hafa móðgað neinn með því að gera grín að háalvarlegum sjúkdómi. Myndbandið má sjá hér að neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=b3KiQVWdnBc&w=640&h=360]

„Á einum af fyrirlestrunum á námskeiðinu var einmitt komið inn á þetta, þessi mörk í gríni. Þarna var ég fyrst og fremst að gera grín að mér sjálfri, mínum veikindum og minni upplifun. Þessar aðstæður sem verða til í tengslum við þessi veikindi geta nefnilega orðið svo absúrd að það er hreinlega bráðfyndið. Ég var að tala út frá minni reynslu fyrst og fremst. Ef ég hefði verið að gera grín að dvergum, verandi ekki dvergur sjálf þá kannski hefði það verið skrítið!“

Batahorfur þeirra hjóna eru að sögn Helenu afar góðar í dag. Bæði hafa þau einbeitt sér að aðhlynningu og að láta öðrum líða vel, Helena sem hjúkrunarfræðingur á geðsviði Landspítalans og Gunnar sem nuddari og sjúkraliði og starfsmaður á líknardeild. Auk þess hefur Gunnar haldið núvitundarnámskeið fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur í Ljósinu.

„En svo er auðvitað aldrei neitt gulltryggt í þessu lífi, það er svo fullt af óvæntum uppákomum. Þá uppfæri ég bara uppistandið ef ég greinist aftur,“ segir hún hlæjandi. Og hún útilokar svo sannarlega ekki að reyna meira við uppistand í framtíðinni. Hún mælir eindregið með því að fólk nota húmor inn til að takast á við erfiðar aðstæður í lífinu, enda megi ávallt sjá spaugilegar hliðar á öllu.

„Fólk verður oft svolítið skelkað þegar það hittir mann og veit að maður er í miðri krabbameinsmeðferð. Fólk verður kannski hrætt og óttast að það muni segja eitthvað óviðeigandi. Þegar þú hittir einhvern með þetta „krabbameinslúkk“ þá ertu ósjálfrátt minntur á það að við munum öll deyja á endanum. En ég held að það sé hollt fyrir okkur öll að pæla í dauðanum og vera undirbúin. Við megum ekki vera svona hrædd við dauðann. Við getum öll dáið á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar