fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Smári byrjaði að drekka 12 ára og gat ekki hætt: „Hvert einasta kvöld drakk ég þar til ég dó áfengisdauða“

„Á hverjum morgni þarf ég að minna mig á að ég er alkóhólisti“

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 20. nóvember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári Guðmundsson er 38 ára tónlistar- og fjöllistamaður. Hann er í hljómsveitinni Klassart og var að skrifa sinn fyrsta söngleik, „Mystery Boy“. Smári er einnig alkóhólisti. Hann var einungis tólf ára gamall þegar hann byrjaði að drekka. Nítján ára varð hann háður verkjatöflum.

Í einlægu viðtali við Guðrúnu Ósk Guðjónsdóttur í helgarblaði DV ræddi Smári um alkóhólismann sem náði snemma tökum á lífi hans, baráttuna við þunglyndi og kvíða, vanlíðan sem fylgdi drykkjunni og ferlið sem leiddi til þess að hann varð edrú.

Smári var tólf ára þegar byrjaði að drekka áfengi og var áfengið sjaldan langt undan á unglingsárunum og fram eftir aldri en það var ekki fyrr en sumarið 2016 sem hann tók fyrstu skrefin í aðhætta að drekka. Þá hringdi hann í Von SÁÁ í Efstaleiti.

„Ég var í marga daga að manna mig upp í að hringja og fannst símtalið mjög erfitt. Allir svona litlir hlutir voru mikið mál. Ég hringdi og mér var sagt að göngudeildin væri lokuð. Það var nóg fyrir mig. Ég skellti á. Ég vissi ekki hvað göngudeild var eða hvað það þýddi að hún væri lokuð. Mér fannst mér vera hafnað. Ég hringdi ekki aftur og ákvað að fara ekki í meðferð. Ég hafði reynt og það var nóg.“

Smári segir að hann hafi haldið áfram að drekka stíft. Venjulega var líðan hans sveiflukennd en í þetta sinn náði hann sér ekki upp.

„Mér leið illa í marga mánuði. Mér fannst ég sökkva dýpra með hverjum deginum þannig að ég ákvað að fara á Vog í byrjun október 2016. Ég gekk inn og bað um viðtal. Á fundinum var ákveðið að ég kæmi þar inn eftir nokkra daga, ástandið á mér var hrikalegt.“

Man ekki eftir fyrstu dögunum inni á Vogi

Smári var í tíu daga á Vogi. Fyrst var hann á gjörgæsludeild þar sem hann var trappaður niður með lyfjum.
„Ég man lítið sem ekkert eftir fyrstu dögunum. Þeir voru mjög erfiðir. Þegar ég byrjaði að ná áttum naut ég mín virkilega inni á Vogi. Þarna var öll landsflóran. Það var svo mikið líf þar og mikið að gerast. Ég naut þess að vera þarna inni. Ég eignaðist strax góða vini og var mjög heppinn.“
Eftir tíu daga dvöl fór Smári heim í helgarfrí áður en hann fór í áframhaldandi meðferð á Staðarfelli. „Það var erfitt að fara aftur heim því þar fór mesta drykkjan fram. Ég sótti nokkra hluti heim til mín og fór svo til foreldra minna.“

Læra að vera edrú

Smári var í mánuð á Staðarfelli. „Inni á Vogi fer maður í afvötnun og verður edrú. Á Staðarfelli lærir maður að vera edrú. Á þessum tíma lærði ég að drykkjan er mér æðri. Ég ræð ekki við hana. Drykkjan tekur öll völd frá mér. Á hverjum morgni þarf ég að minna mig á að ég er alkóhólisti og á hverju kvöldi þakka ég fyrir að vera edrú. Þetta þarf ég að gera á hverjum degi til að halda mér edrú.“

Smári óttaðist stimplun samfélagsins. „Ein ástæðan fyrir því að ég fór ekki fyrr í meðferð var sú að ég vildi ekki vera stimplaður sem fyllibytta og aumingi sem gæti ekki ráðið við drykkju sína. Það er auðvitað ekki rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu