293 fermetra einbýlishús til sölu á 21 milljón í Breiðholti: Sjáðu myndirnar

Við Fýlshóla númer sex stendur einbýlishús. Þetta hús er samtals 293,7 fermetrar. Inni í þessari tölu er bílskúrinn sem fylgir. Húsið er til sölu á 21 milljón króna. Og það er góð ástæða fyrir því. Ekkert þak er á húsinu og það þarf að taka allt í gegn. Húsið er þaklaust og allar lagnir ónýtar. Á móti kemur að staðsetning er góð. Þá má stækka húsið upp í 460 fermetra, sjá nánari upplýsingar um húsið hér.

Í lýsingu Eignamiðlunar á húsinu segir:

„Húsið stendur innarlega í botnlangagötu ofan götu. Rúmgóður bílskúr. Miklir möguleikar. Í dag vantar þak á húsið og þarf að skræla einangrun af útveggjum, endurnýja glugga og gler, hurðir og allar lagnir. Húsið hefur staðið í þessu ástandi í talsverðan tíma og því ekki vitað um ástand útveggja. Húsið verður selt í núverandi ástandi.“

Eignamiðlunin bendir þeim á sem áhuga hafa á húsinu að fá sérfræðinga með til að meta ástand hússins áður en það gerir tilboð. Sem sagt, í Breiðholti er til sölu þaklaust hús á 21 milljón. Hér fyrir neðan má sjá myndir:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.