Þekktur leikari sakaður um viðbjóðslegt brot

Hefur leikið í mörgum þekktum bíómyndum á ferli sínum.
Tom Sizemore Hefur leikið í mörgum þekktum bíómyndum á ferli sínum.

Bandaríski leikarinn Tom Sizemore er sagður hafa brotið kynferðislega á ellefu ára stúlku árið 2003.

Sizemore, sem hefur leikið í mörgum þekktum bíómyndum í gegnum árin, Black Hawk Down, Saving Private Ryan, Heat og Natural Born Killers sem dæmi, er sagður hafa snert kynfæri stúlkunnar þegar tökur á myndinni Born Killers stóðu yfir í Utah.

Hollywood Reporter greinir frá því að stúlkan hafi sagt foreldrum sínum frá atvikinu. Sagði stúlkan að leikarinn hafi snert hana á óviðeigandi hátt og strokið kynfæri hennar innan klæða.

Hollywood Reporter greinir frá því að Sizemore hafi verið sendur heim þegar foreldrar stúlkunnar tjáðu aðstandendum myndarinnar frá atvikinu.

„Það var aldrei neinn vafi á þessu. Hann var náunginn sem var þekktur fyrir að tala óvarlega, vera fullur eða í vímu,“ segir Roi Maufas, einn af framleiðendum myndarinnar. Sizemore er sagður hafa neitað því staðfastlega að hafa gert eitthvað rangt. Foreldrar stúlkunnar eru sagðir hafa rætt við lögreglu um málið en síðan tekið ákvörðun um að kæra ekki.

Stúlkan er í dag 26 ára og er hún sögð íhuga að stefna bæði Sizemore og foreldrum sínum fyrir að leggja ekki fram kæru á sínum tíma. USA Today ræddi við fyrrverandi umboðsmann Sizemore, Charles Lago, sem sagði að ásakanirnar kæmu honum ekki á óvart.

„Hann er andstyggilegasta manneskja sem ég hef hitt,“ sagði hann. Lago hætti sem umboðsmaður Sizemore þegar leikarinn var sakaður um heimilisofbeldi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.