Raftittlingur Bubba

Mynd: Brynja

Í síðustu viku fjallaði útvarpsþátturinn Lestin á Rás 1 um sögu hins umdeilda vélræna hljóms „auto-tune“ sem tónlistarframleiðendur hafa notað til þess að lagfæra falskar nótur söngvara.

Hljómurinn verður sífellt meira áberandi í tónlistarsköpun samtímans og það er einn reynslumesti tónlistarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, ekki ánægður með. „Auto-tune í söng er svipað og að geldingur fái sér raftittling,“ sagði Bubbi á Twitter-síðu sinni við litlar hrifningu yngri tónlistarmanna sem vörðu auto-tune-ið með kjafti og klóm.

Rapparinn Þórður Ingi Jónsson, sem gengur undir nafninu LordPusswhip, minnti Bubba á uppruna hans og sagði: „Pönk er að gera það sem maður vill, ekki það sem afi segir. Friður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.