fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Snorri slær í gegn í Kólumbíu: Sjáðu myndbandið sem er að gera allt vitlaust

Snorri Eldjárn hefur vakið mikla athygli í Kólumbíu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 13. nóvember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Snorri Eldjárn Hauksson, 26 ára Dalvíkingur, hafi slegið í gegn á samfélagsmiðlum að undanförnu og þá einna helst í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu.

Á Facebook-síðu Snorra má finna myndbönd þar sem hann syngur kólumbíska tónlist og virðist tónlistarsköpun hans falla vel í kramið hjá heimamönnum. Hundrað þúsund manns hafa horft á eitt myndbandið og 290 þúsund manns á annað.

Kólumbísk tónlistarstefna

Kaffið vakti fyrst athygli á þessu og ræddi við Snorra.

Í umfjölluninni kemur fram að Snorri hafi dvalið í Cartagena í um þrjá mánuði árið 2016 þar sem hann kynntist Vallenato, kólumbískri tónlistarstefnu þar sem harmonikka kemur mikið við sögu.

„Þetta er mjög heilög tónlist fyrir fólkið sem býr við ströndina í Kólumbíu þar sem textarnir eru yfirleitt mjög tilfinningaþrungnir. Ég fór að hlusta mjög mikið á Diomedes Diaz sem er sennilega þekktasta Vallenato skáldið og söngvarinn. Textarnir og tilfinningin gripu mig alveg frá því ég heyrði lagið Tú eres la reina (Þú ert drottningin) og ég fór að læra þessi lög,“ segir Snorri við Kaffið.

Kom aftur í heimsókn – þá fóru hjólin að snúast

Hann heimsótti Cartagena aftur í október síðastliðnum þar sem hann heimsótti fólkið sem hann kynntist árið 2016. Á heimilinu býr ung stúlka sem bað hann að syngja lagið Tú eres la reina sem hann og gerði. Myndbandið fór á flug á Facebook í kjölfarið.

Því var til að mynda hlaðið upp á vinsæla síðu, Peppa La Costeña, sem að sögn Kaffisins mætti líkja við Flick My Life-síðu íbúa sem búa við ströndina í Kólumbíu, en íbúar þar eru kallaðir Costeños. Þar var gert grín að því „gringo“, orð sem jafnan er notað yfir útlendinga, einkum enskumælandi eða Bandaríkjamenn, í spænskumælandi löndum syngi Vallenato betur en Costeño.

„Ég var fljótur að svara og sagði: „Hahah pappa ég er ekki gringo, ég er motherfucking Íslendingur“. Það er einmitt mikið í anda fólksins við ströndina að blóta,“ segir Snorri við Kaffið en eftir þetta fór hann að fá vinabeiðnir frá ókunnugu fólki í Kólumbíu. Hann samþykkti vinabeiðnirnar, hlóð upp nýju myndbandi þann 10. nóvember og það fór eins og eldur í sinu um netið. Þegar þetta er skrifað hafa hundrað þúsund manns horft á það og 2.600 manns deilt því svo eitthvað sé nefnt. Þá er ótalinn fjöldi þeirra sem hafa skrifað athugasemdir við það.

Hér að neðan má sjá myndbandið en á vef Kaffisins má sjá myndbandið sem hlaðið var upp á Peppa La Costeña.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“