fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Hrefna rifjar upp furðulegt símtal: „Mér fannst þetta mjög undarlegt“

Bóknám hentaði illa – Dúxaði í matreiðslunni og bóknáminu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 13. nóvember 2017 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrefna Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins, hefur verið einn mest áberandi kokkur Íslands um nokkurt skeið. Kristinn H. Guðnason hitti Hrefnu og ræddi við hana um kokkastarfið, veitingareksturinn, áhugamálin og einkalífið.

Í viðtalinu sem birtist í helgarblaði DV rifjar Hrefna upp þegar hún ákvað að gerast kokkur. Þegar hún hringdi í Menntaskólann í Kópavogi til að spyrjast fyrir um námið komst hún að því að fordómar ríktu gegn konum í greininni. Hér að neðan birtist brot úr viðtalinu þar sem Hrefna ræðir þetta.


Snemma komst Hrefna að því að hefðbundið bóknám hentaði henni illa. Eftir grunnskólann fór hún í Kvennaskólann en hætti þar eftir aðeins hálfa önn og um tíma fór hún í Borgarholtsskóla. „Mér fannst leiðinlegt að læra heima og þegar ég var í Kvennó skrópaði ég og fór í spilakassana á Fredda. Ég var mjög leitandi og fór loks í hönnun í Iðnskólanum.“ Þar lærði hún formfræði, litafræði, teikningu og fleira sem átti eftir að koma að góðum notum síðar meir þegar hún fór loks að læra matreiðslu.

Áhuginn á mat hafði ekkert dofnað frá barnæsku og nú yrði hún að fara að gera eitthvað í því. „Þegar ég var 19 ára fór ég til Benedorm með vinkonu minni. Hún tók með sér skáldsögu til að lesa á ströndinni en ég tók með mér Matarást Nönnu Rögnvaldardóttur. Öðrum fannst það mjög skrítið.“

Þegar Hrefna hringdi í Menntaskólann í Kópavogi til að spyrjast fyrir um kokkanám komst hún hins vegar að því að miklir fordómar ríktu gegn konum í greininni. „Ég var spurð á móti hvort ég vildi ekki frekar vilja verða matartæknir, það væri miklu sniðugra. Þetta símtal endaði með því að ég fékk engin svör og mér fannst þetta mjög undarlegt. Ef ég hefði ekki verið ákveðin í að verða kokkur þá hefði ég kannski farið þá leið.“

Til þess að komast í námið þurfti hún að komast á samning í fjögur ár á veitingastað en það var hægara sagt en gert því fáir vildu taka konur á samning. „Ég fór út um allt að leita. Mest langaði mig til að komast á Holtið sem var fínasti veitingastaðurinn en það var tveggja ára biðlisti þar. Ég sótti einnig um á Lækjarbrekku og fleiri stöðum. Þá fór ég á Apótekið en þeir voru ekki með námssamninga. Ég fékk vinnu þar og eftir skamman tíma reddaði yfirkokkurinn nemaleyfi og öllu fyrir mig.“

Hrefna blómstraði í kokkanáminu í Menntaskólanum í Kópavogi. Hún dúxaði bæði í matreiðslunni og bóknáminu sem tengdist henni og útskrifaðist með eina af fimm hæstu einkunnunum í öllum skólanum. „Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við,“ segir Hrefna og sýnir þetta hversu mikilvægt er að fólk finni nám sem henti því.

Hún segir að á þessum tíma hafi mjög fáar konur verið starfandi kokkar og ekki mjög sýnilegar. „Fólk hélt að konur gætu ekki unnið þetta starf af því að það er svo líkamlega erfitt. Vaktirnar voru langar og maður þurfti að bera þunga poka og potta. Ég þurfti að sanna mig til þess að geta verið „ein af strákunum“. Veitingastaðaeigendur treystu því heldur ekki að halda konum í vinnu vegna barneigna. Ég var spurð þegar ég var að sækja um á nokkrum stöðum hvort ég ætlaði nokkuð að fara að eignast börn, spurning sem karlmennirnir fengu sennilega aldrei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“