fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Ragnar Þór um áfallið árið 2007: „Hann varð bráðkvaddur 35 ára með tvö börn“

„Ég var með honum þegar hann dó“

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 4. október 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir hitti hinn skelegga formann VR, Ragnar Þór Ingólfsson, og forvitnaðist um helstu baráttumálin. Plott innan VR komu einnig til tals, sem og pólitíkin og vitanlega kjör fólksins í landinu.

Fyrr á þessu ári, í mars, var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur með tæplega 63 prósent atkvæða. Sigur hans var óvæntur en flestir höfðu átt von á að Ólafía Rafnsdóttir myndi halda formannssæti sínu. Ragnar hafði setið í stjórn VR í átta ár áður en hann bauð sig fram til formanns. Hann er í sambúð með Guðbjörgu Ingunni Magnúsdóttur grunnskólakennara og á fimm börn.

Ragnar Þór er fyrst spurður hvenær hann hafi fyrst fengið áhuga á verkalýðsmálum. „Það var árið 2007,“ segir hann. „Áður stóð mér nákvæmlega á sama um hver var í forsvari fyrir verkalýðsfélögin og mér gat ekki verið meira sama hver stjórnaði landinu. Ég hafði aldrei velt pólitík fyrir mér. Ég var bara strákur sem ólst upp í Breiðholtinu, var óendanlega stríðinn og hafði gaman af lífinu. Ég spilaði í hljómsveitum og átti sterkan og öflugan vinahóp. Svo fór ég inn í hið hefðbundna fjölskyldumynstur þar sem maður vinnur sína vinnu og hvílir sig um helgar með fjölskyldunni.

Sá örlagaríki atburður varð að ég missti vin árið 2007. Hann varð bráðkvaddur 35 ára með tvö börn. Ég var með honum þegar hann dó. Þetta var mikið áfall og ég fylgdist með því hvaða áhrif fráfall hans hafði á fjölskyldu hans sem þurfti að takast á við gríðarlegan missi. Í kjölfar þessa fór ég að skoða lífeyrissjóðakerfið okkar. Kannski var mín leið til að komast yfir áfallið að sökkva mér ofan í þau mál. Stundum þurfum við að lenda á vegg til að skilja að kerfið er ekki að virka og ég lenti á þessum vegg. Ég fór að skrifa gagnrýna pistla um lífeyrissjóðakerfið og sendi þeim sem ég var í tölvupóstsamskiptum við. Þessar pistlar fóru að vekja athygli.

Svo kom bankahrunið og ég tók þátt í búsáhaldabyltingunni og þjóðfélagsumræðunni. Í eftirmála hrunsins kom ýmislegt fram sem ég gat tengt við. Ég las doktorsritgerð eftir Herdísi Dröfn Baldvinsdóttur um tengsl verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóðanna við atvinnulífið og valdablokkirnar á Íslandi. Þegar ég las ritgerð hennar samhliða því sem ég var að skrifa þá fannst mér ég ná jarðsambandi. Upp frá því fór ég í vegferð sem ég vissi að yrði aldrei seld, kæmi bara frá hjartanu.

Ég fór að gagnrýna kanónur í íslensku viðskiptalífi og ríkjandi kerfi eins og lífeyrissjóðakerfið. Ég vissi að þetta gæti haft áhrif á möguleika mína á vinnumarkaði. Ég veit og hef séð hvernig kerfið tekur á þeim sem gagnrýna það. Margir þeirra sem fóru með mér í þessa vegferð misstu vinnuna og fóru úr landi. Það var komið virkilega illa fram við Herdísi Dröfn Baldvinsdóttur, sem skrifaði ritgerðina. Hún var nánast gerð brottræk úr okkar samfélagi og kölluð doktor í misskilningi.

Ég var svo heppinn að hafa mjög trausta atvinnurekendur en ég vann sem sölustjóri hjá Erninum. Ég reikna með að það hafi ekki verið létt að hafa mig í vinnu þótt ég hafi skilað góðu dagsverki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“