Högni gerir upp tímann í Gus Gus: Leið oft eins og hálfgerðu skilnaðarbarni

Högni Egilsson hefur sagt skilið við Gus Gus - Pressa, álag og innbyrðis stríð

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Það er áratugur frá því að Högni Egilsson skaust fyrst fram á sjónarsviðið í íslensku menningarlífi með hljómsveit sinni Hjaltalín og plötunni Sleepdrunk Seasons. Sveitin sló í gegn, jafnt meðal gagnrýnenda og almennra hlustenda, og söngvarinn og lagahöfundurinn varð að þekktu andliti í borgarmynd Reykjavíkur, stór karakter með áberandi útlit og háleitan listrænan metnað.

Fljótlega var hann orðinn eftirsóttt tónskáld á mörkum popptónlistar og klassíkur, en árið 2011 venti hann hins vegar kvæði sínu í kross og gekk til liðs við teknósveitina Gus Gus. Tvær plötur og fjöldi tónleikaferðalaga, taumlaust partí og innri átök, hafa tekið sinn toll og hefur Högni nú sagt skilið við hljómsveitina og einbeitir sér að eigin tónlist.

Fyrsta sólóplata Högna, Two trains, kom út á dögunum hjá breska útgáfufyrirtækinu Erased Tapes. Platan hefur verið mörg ár í smíðum en vinnan verið stopul, enda margt drifið á daga tónlistarmannsins, lífið hefur ekki verið einstefna, hann hefur runnið út af teinunum og tekið óvæntar beygjur. Kristján Guðjónsson ræddi við Högna um lífið og tónlistina, partí og geðveiki, ást og körfubolta.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.