Jónína Ben komin út úr skápnum

Mynd: Úr einkasafni

Jónína Benediktsdóttir ætlar að styðja Miðflokk Sigmundar Davíðs. Samkvæmt könnun MMR er Miðflokkurinn 4 stærsti flokkur landsins, og nartar í hælana á Samfylkingunni. Þessir tveir flokkar hafa verið á nokkurri siglingu í skoðanakönnunum upp á síðkastið.

Líkamsræktarfrömuðurinn og Detox-sérfræðingurinn Jónína Ben hefur nú valið flokk til að kjósa. Hún birti nýja einkennismynd á Facebook með merki Miðflokksins. Fyrir ofan myndina stóð einfaldlega:

„kom út úr skápnum!“

Jónína bætti svo við síðar um daginn:

„Vinir mínir hrynja af vinalistanum fyrir það eitt að velja Sigmund Davíð í mínu kjördæmi. Það er allt í góðu, þeir sem dæma á Facebook fólk eftir því hverja þeir velja í kosningum geta átt sig. Sama er okkur í Miðjuflokknum. Við eigum öll bara eitt atkvæði eða ? Ég á vini í öllum flokkum og það er gott. [...] að koma vinir í "vina " stað“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.