fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Aðalheiður greindist með krabbamein í legi á meðan hún sinnti krabbameinsveikri móður sinni

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 23. október 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalheiður Rúnarsdóttir Egilson sinnti krabbameinsveikri móður sinni í heilt ár þar til í apríl 2016 að hún lést vegna krabbameinsins. Þegar hún var í eitt skipti með móður sína mikið veika uppi á spítala byrjaði skyndilega að fossblæða úr legi Aðalheiðar en það var mjög óvanalegt þar sem hún var komin á breytingaskeiðið.

„Ég hef reglulega farið í þær krabbameinsskoðanir sem við konur eru kallaðar í það er, legháls- og brjóstakrabbameinsskoðun. Þarna var ég nýlega búin í skoðun sem kom vel út,“ segir Aðalheiður í færslu á Facebook.

Hjúkrunarfræðingur á deildinni sem Aðalheiður var stödd á með móður sinni varð vitni að blæðingunni og bað hana að koma með sér á kvennadeildina í skoðun.

„Ég var ekki búin að fara á neinar blæðingar að viti í um það bil eitt ár og ég sagði við hana að þetta væru nú örugglega bara einhver leiðindi tengd breytingaskeiðinu og bað hana bara um nokkur stór dömubindi.“

Aðalheiður vildi ekki yfirgefa móður sína en hjúkrunarfræðingurinn gaf sig ekki og á endanum fygdi hún henni í skoðun.

„Það mætti segja að ég hafi farið í skoðunina meira fyrir hana heldur en sjálfa mig.“

Stuttu síðar fékk Aðalheiður að vita að ekki væri allt með feldu og þurfti hún að mæta aftur þar sem hún var svæfð og stroka tekin úr legi.
„Útkoman varð svo sú að ég var með krabbamein á frumstigi í legbol og eftir ýmsar rannsóknir þurfti ég að fara í aðgerð þar sem taka þurfti leg, legháls og eggjastokkana.“

Leghálskrabbamein og krabbamein í legi ekki greint í sömu stroku

Aðalheiður spurði læknana af hverju krabbameinið hefði ekki greinst í síðustu leghálsskoðun og var henni þá greint að sú skoðun væri eingöngu á leghálsi og gæfi hún ekkert til kynna um krabbamein sem væri komið af stað í leginu sjálfu.

„Ég hafði ekki hugmynd um þetta og vona ég að með því að láta vita af þessu að fleiri konur sem ekki vita af þessu muni fara reglulega í skoðun á legi hjá kvensjúkdómalækni!“

Aðalheiður segist vera undrandi á því að Krabbameinsfélagið skuli ekki hafa sónartæki þegar konur mæti í skoðanir til þess að athuga legið í leiðinni.

„Það er sorglegt að sjá hversu magar konur vita ekki af þessu, að leghálskrabbameinsskoðun segi þeim ekki til um það hvort þær séu með krabbamein í leginu.“

Á fimm árum hafa þrír meðlimir í fjölskyldu hennar greinst með krabbamein og eru tveir þeirra látnir í dag.

„Mamma og pabbi eru bæði látin úr krabbameini og núna þarf ég að fara á fjögurra mánaða fresti í eftirlit. Þannig að krabbamein hefur tekið mikinn toll af minni litlu fjölskyldu.“

Aðalheiður tekur það fram að hafi konur einhverjar spurningar varðandi reynslu hennar sé þeim velkomið að bæta henni við á Snapchat og hafa samband við hana þar: heidarunarsd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla