Strákar í sjóstökki og nýr fornbíll

Ljósmyndari DV er iðulega með myndavélina með sér á ferðum sínum og smellir myndum af mannlífinu hér og þar. Hér er smá myndasyrpa af skemmtilegu fólki og viðburðum sem urðu á vegi hans í lok sumars.

Krúser klúbburinn keyrir þegar verður leyfir um á fimmtudagskvöldum. Fimmtudagskvöldið 10. ágúst stillti hann sér upp á Barónsstígnum við Sundhöll Reykjavíkur. Nýr bíll var frumsýndur þetta kvöld í klúbbnum, Oldsmobile F85 1962 módel.

Þegar veður leyfir þá keyrir Cruiser klúbburinn um á fimmtudögum. Hér stilla þeir sér upp á Barónsstígnum áður en akstur hefst.
Krúser klúbburinn stillir sér upp Þegar veður leyfir þá keyrir Cruiser klúbburinn um á fimmtudögum. Hér stilla þeir sér upp á Barónsstígnum áður en akstur hefst.

Hjálmar Hlöðversson formaður Krúser klúbbsins mætir á svæðið.
Formaðurinn mættur Hjálmar Hlöðversson formaður Krúser klúbbsins mætir á svæðið.

Formaðurinn kominn fremst í röðina og bíll Stefáns Arnars Stefánssonar, xx, sem frumsýndur var þetta kvöld í Krúser klúbbnum er næstur í röðinni.
Formaður fremstur í flokki Formaðurinn kominn fremst í röðina og bíll Stefáns Arnars Stefánssonar, xx, sem frumsýndur var þetta kvöld í Krúser klúbbnum er næstur í röðinni.

Stefán Örn Stefánsson er nýr meðlimur í Krúser klúbbnum og það er bíllinn hans, Oldsmobile F85 1962 módel, líka. Bíllinn var sýndur á Akureyri í fyrra á bíladögum en frumsýndur í  Reykjavík fimmtudaginn 10. ágúst síðastliðinn.
Sá nýjasti í klúbbnum Stefán Örn Stefánsson er nýr meðlimur í Krúser klúbbnum og það er bíllinn hans, Oldsmobile F85 1962 módel, líka. Bíllinn var sýndur á Akureyri í fyrra á bíladögum en frumsýndur í Reykjavík fimmtudaginn 10. ágúst síðastliðinn.

Þessir hressu karlmenn gerðu sér lítið fyrir einn eftirmiðdaginn í Reykjavíkurhöfn og stungu sér í sjóinn. Fóru þeir um borð í næsta skip (með leyfi) og stungu sér nokkrum sinnum við góðar undirtektir félagana. Engum varð meint af volkinu og brunuðu þeir síðan í burtu á bílum í sumarblíðunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.