fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Sirrý: „Ofurkonan er íslenska alþýðukonan í kvennastarfi á lágum launum“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 18. október 2017 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ofurkonan er íslenska alþýðukonan í kvennastarfi á lágum launum. Og hún myndi gjarnan vilja losna við að burðast með ofurálag,“ segir Sigríður Arnardóttir fjölmiðlakona eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð. Í nýlegum pistli bendir hún á að hin svokallaða íslenska ofurkona er ansi langt frá þeirri glamúrímynd sem haldið er uppi í fjölmiðlum. Yfir 500 manns hafa deilt færslu Sirrýjar síðan hún á birtist á Facebook.

„Já íslenska ofurkonan er til – og við þurfum að standa með henni. Ég var að skauta yfir erlenda grein (í íslenskum miðli) um íslenskar ofurkonur – en það virðast vera ungar konur sem eru mjög smart, vinna við hönnun eða tísku, eiga sumar börn og fara mikið á kaffihús og veitingastaði,“ segir Sirrý en hún sér ekki ástæðu til þess að kalla þennan hóp kvenna „ofurkonur.“ Ofurkonan í augum Sirrýjar hversdagshetja og líklega þekkja flest allir slíka konu úr sínu nærumhverfi hvort sem það er móðir viðkomandi, amma, systir, vinkona eða samstarfskona.

„Íslenskar ofurkonur hef ég nefnilega hitt og þær eru ekkert endilega smart, vilja ekkert vera í þessum sporum en hafa ekki val um annað. Þær tala ekkert af eigin reynslu um bestu kaffibarina eða svölustu smáréttastaðina. Þær hafa engan tíma til að þess að deila uppskriftum af hráfæðiskökum eða boostdrykkjum. Þær eru fyrirvinnur, ala einar upp börn, sinna veikum ættingjum, standa sig í stykkinu gagnart hússjóðnum, leigusalanum, standa með sínu fólki ef velferðarkerfið er svifaseint eða götótt,“

segir hún og bætir við:

„Þetta eru einstæðar mæður, alþýðukonur sem hafa lent í ýmsu en axla ábyrgð þó barnsfaðirinn klikki.“

Sirrý nefnir sem dæmi einstæðu mæðurnar sem hún tók strætó með forðum. Þær hafi verið bæði uppalendur og fyrirvinnur og mættu til vinnu eldsnemma eftir að hafa gert börnin sín klár fyrir skólann. Hún segir löngu tímabært að hinar raunverulegu íslensku ofurkonur fái þá upphefð og virðingu sem þær eiga skilið.

Við þurfum að standa með íslenskum alþýðukonum sem bera þungar byrðar og fá litla umbun en mikla vöðvabólgu. Þær hafa haldið þessu þjóðfélagi gangandi í uppsveiflum og niðursveiflum. – Ég veit ekki hvað ég er að tuða þetta nema vegna þess að ég nenni ekki að horfa á þetta bull um ,,ofurkonur“ í hönnunarhöllum og merkjafötum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki