fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

„Kerfið brást ekki Þórlaugi“ segir forstöðumaður geðlækninga á Akureyri

Sonur Elvu Rósu Helgadóttur svipti sig lífi 22. desember 2015, aðeins 18 ára gamall – Lýsti því fyrir lækni hvernig hann ætlaði að binda endi á líf sitt. – 28 dögum síðar var Þórlaugur látinn

Kristín Clausen
Föstudaginn 6. janúar 2017 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ekki tekið undir það að kerfið hafi brugðist Þórlaugi.“ Þetta segir Helgi Garðar Garðarsson, forstöðulæknir geðlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Í helgarblaði DV er ítarlegt viðtal við Elvu Rósu Helgadóttur sem er móðir Þórlaugs Ragnars Ólafssonar sem svipti sig lífi 22. desember 2015. Elva Rósa segir kerfið hafa brugðist syni sínum sem reyndi að leita sér aðstoðar á geðsviði sjúkrahússins á Akureyri.

Í stað þess að taka mark á sjálfsvígshugsunum Þórlaugs sendu þau hann heim með uppáskrifuð þunglyndislyf. Þá var honum ráðlagt að leita til sálfræðings og gúggla hugræna atferlismeðferð.

Dagsett 24. nóvember 2015
Bráðamóttökuskrá Þórlaugs Dagsett 24. nóvember 2015

Mynd: Úr einkasafni

Í svari DV í tengslum við mál Þórlaugs svarar Helgi því að almennt geti verið erfitt að spá fyrir um sjálfsvíg ungmenna.

Helgi bendir á að Þórlaugi hafi verið vísað áfram til heimilislæknis og ráðlagt að leita til sálfræðings. Þá var hann settur á þunglyndislyf. Hann telur því að læknar sjúkrahússins hafi gert viðeigandi bráðamat þrátt fyrir að mál Þórlaugs hafi fengið svo hörmulegan endi.

Tilfinningalegur óstöðugleiki

„Oftast þegar ungt fólk hugsar um að svipta sig lífi er það gert í hvatvísi sem er augnabliksástand sem enginn læknir getur séð fyrir.“

Inntur svara við því hvort það hafi ekki komið óþægilega við læknana eftir að Þórlaugur svipti sig lífi á nákvæmlega sama hátt og hann sagði í viðtali tæpum fjórum vikum áður, og var ekki metinn nógu veikur til að fá innlögn eða aðra meðferð á sjúkrahúsinu, svarar Helgi:

„Það sem einkennir oft geðræn vandamál ungs fólks er tilfinningalegur óstöðugleiki. Það þyrmir yfir í ákveðinn tíma og svo gengur það til baka aftur. Það er mjög algengt hjá þessum hópi að vera með sjálfsvígs- og dauðahugsanir. Það er allt annað mál að vera í sjálfsvígshættu.“ Helgi bætir við:

„Sárafáir láta af þessu verða. Það er að segja reyna fyrir alvöru að svipta sig lífi. Þá getur verið erfitt að greina á milli þeirra sem raunverulega eru í sjálfsvígshættu og þeirra sem eru með sjálfsvígshugsanir. Það er vandmeðfarið og mikil kúnst að meta hverjir þurfa nauðsynlega á aðstoðinni að halda.“

Metið út frá heildinni

Helgi bendir jafnframt á að læknar sem sinna bráðaþjónustu geti aldrei vitað alla sögu sjúklinga sinna. „Maður metur út frá heildinni og því hvernig normið er.“ Hann segir enn fremur að í geðlækningum gildi meðalhófsreglan. Það er að grípa ekki meira inn í en ástæður gefa tilefni til.

„Stærsta inngripið í geðlækningum er innlögn. Hundruð sjúklinga koma til okkar á hverju ári og tala um sjálfsvígshugsanir. Við gætum aldrei lagt alla sem tilheyra þessum hópi inn á sjúkrahús. Það segir sig sjálft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Í gær

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“