fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Aðalsteinn: „Þótt ég sé sjómaður þá er ég ekki milljónamæringur“

„Yfirleitt eru þetta bara eðlilegir menn sem hafa fært alltof miklar fórnir í lífinu, þekkja börnin sín mun minna heldur en þeir vilja kæra sig um“

Auður Ösp
Föstudaginn 6. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum eiginlega bara að biðja um pínulítinn vott af virðingu frá vinnuveitendum, við viljum labba teinréttir í baki og stoltir og sagt við ungt fólk að það sé gott að vera sjómaður, ekki bognir í baki með hluta af þunga útgerðar á herðum okkar,“ segir Aðalsteinn Pálsson sjómaður og tveggja barna faðir í pistli sem hann ritaði á dögunum og hefur fengið sterkar undirtektir.

Verkfall sjómanna hefur staðið yfir síðan um miðjan seinasta mánuð en SJómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu sem lauk þann 14. desember síðastliðinn. Hafa sjómenn verið samningslausir síðan í ársbyrjun 2011.

Í samtali við blaðamann DV segir Aðalsteinn vera þeirrar skoðunar að raddir sjómanna heyrist ekki eins mikið í fjölmiðlum og raddir útgerðarinnar og því þurfi að breyta. „Hagsmunir okkar mega oftar koma fram þegar talað er um verkfallið og hagsmuni útgerðarinnar eru ræddir. Oft þegar það er fjallað þetta í fjölmiðlum að hálfu útgerðar, þá eru þetta oft svo miklir útúrsnúningar, eitthvað sem varðar okkar kjarabaráttu sáralítið eða ekki neitt, eins og lægra fiskverð eða lægri laun.

Sjálfur hefur Aðalsteinn stundað sjóinn frá árinu 2008 en faðir hans var sjómaður í 20 ár. Líkt og margir aðrir sem sækja sjóinn að atvinnu segir Aðalsteinn að hafið toga sterkt í sig. „Það er einhver undarlegur ljómi við þetta, en það fylgja líka heilmiklar fórnir,“ segir hann og á þar við erfiðar vinnuaðstæður auk þess sem starfið og vinnutíminn skarist á við eðlilegt fjölskyldulíf, en Aðalsteinn er tveggja barna faðir.

Fórnirnar miklar

Í pistlinum kemur Aðalsteinn meðal annars inn á ranghugmyndir fólks um sjómannstarfið.

„Til koma í veg fyrir allan misskilning langar mig til þess að benda ykkur á að þótt ég sé sjómaður þá er ég ekki milljónamæringur, ég er eiginlega bara frekar langt frá því, satt best að segja hef ég aldrei unnið með sjómanni sem er það. Yfirleitt eru þetta bara eðlilegir menn sem hafa fært alltof miklar fórnir í lífinu, þekkja börnin sín mun minna heldur en þeir vilja kæra sig um, og vinna öllu jafna við aðstæður sem myndu teljast af öllum stofnunum í landi óboðlegar eða hættulegar, og þá er ég ekki að taka inní slæmu dagana sem virðast undantekningarlaust koma nokkrum sinnum í mánuði.“

Aðalsteinn segir kjarabaráttu sjómanna þó snúast um annað.

„En ég biðst afsökunar á þessum útúrsnúningi hjá mér þar sem þetta varðar kjarabaráttu okkar ekki neitt. Við erum eiginlega bara að biðja um pínulítinn vott af virðingu frá vinnuveitendum, við viljum labba teinréttir í baki og stoltir og sagt við ungt fólk að það sé gott að vera sjómaður, ekki bognir í baki með hluta af þunga útgerðar á herðum okkar.

„Afhverju eigum við að borga olíuna á skipin? Hvað ætli flutningabílstjórinn hjá Eimskip myndi segja ef að hann þyrfti að borga olíuna á bílinn? Og heyrðu ef hann er nýr þá drögum við 10% meira af þér, Hvaða rugl er þetta eiginlega.

Til hvers að gefa okkur 1200 kall eða hvað það er á mánuði í hlífðfarfatakosnað, „hérna færðu uppí vettlingana vinur.“ Meðal eyðslan mín á mánuði í hlífðarfatakosnað er 8000 kall, fyrst að útgerðirnar eru svona bágstaddar þá tek ég þetta á mig bara, er það ekki?“

Þá nefnir Aðalsteinn sjómannaafsláttinn, sem felldur var niður árið 2014. Afslátturinn hafi verið hugsaður sem nokkurs konar dagpeningur fyrir sjómenn á árum áður.

„Dagpeningur er hinsvegar mun betra orð yfir þetta og eftir minni bestu vitund fá allir svoleiðis sem starfa fjarri heimilis í einn dag eða lengur, nema við. Afhverju?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“