Ófrísk stúlka gekk í þrjá daga á næsta spítala

Hólmfríður Garðarsdóttir starfaði á átakasvæðum í Suður Súdan sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir

Segir lítið hafa breyst milli áranna 2003 og 2015 þegar hún starfaði í Suður-Súdan.
Hólmfríður Garðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir Segir lítið hafa breyst milli áranna 2003 og 2015 þegar hún starfaði í Suður-Súdan.
Mynd: ljósmyndasafn Rauða Krossins

„Eitt sinn kom til okkar ófrísk kona sem hafði gengið í þrjá daga til að komast á spítalann. Konan, sem var 25 ára, þurfti nauðsynlega að fá blóðgjöf því hún var með það sem kallast fyrirsæt fylgja," segir Hólmfríður Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. "Í Suður-Súdan kynntist ég hins vegar því að menningarlega séð er algjört tabú að gefa blóð,“ segir Hólmfríður Garðarsdóttir„Þar sem ég var er talið að sá sem gefi blóð muni í kjölfarið deyja. Það hefur víst gerst nokkrum sinnum að einhver gefur blóð og deyr svo um tveim árum síðar,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Manni finnst svo eðlilegt að hægt sé að finna blóðpoka.“

Í Suður-Súdan fæða flestar konur í heimahúsum en þurfa stundum að ganga langar vegalengdir til að nálgast heilbrigðisþjónustu.
Grátandi móðir fylgist með veikburða dóttur sinni Í Suður-Súdan fæða flestar konur í heimahúsum en þurfa stundum að ganga langar vegalengdir til að nálgast heilbrigðisþjónustu.
Mynd: Albert Gonzalez Farran/ICRC

Járntöflur og hnetusmjör í stað blóðgjafar

Hólmfríður segir að stór hluti af starfinu hafi falist í samskiptum við heimamenn og fann hún fyrir miklum menningarlegum mun. Þegar ekki var hægt að fá blóðgjöf með hefðbundnum hætti þurfti að finna aðrar lausnir. Hólmfríður greinir frá: „Ófríska stúlkan komst nálægt því að deyja. Á endanum lifði hún af og eignaðist fóstrið og fylgjuna. Við gáfum henni járntöflur og hnetusmjör og náðum henni ágætlega upp á endanum. Stúlkan var 25 ára gömul og átti átta börn heima. Okkur tókst, í þetta skipti, að sannfæra hana um að fara á getnaðarvörn og að safna kröftum áður en hún færi í frekari barneignir. Við ráðlögðum henni að bíða í tvö ár en hún vildi koma aftur að ári liðnu, þá væri hún tilbúin að halda áfram.“ Þrátt fyrir að hafa starfað við þetta í 20 ár segir Hólmfríður svona atvik sitja eftir og bætir við: „Manni finnst að það eigi að vera hægt að hafa þetta í betra formi.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.