fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Særún óskar eftir aðstoð til að finna tengdaföður sinn

Auður Ösp
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Særún Gréta Hermannsdóttir hefur um hríð, ásamt unnusta sínum Antoni, reynt að hafa uppi á áströlskum blóðföður hans. Greip hún til þess ráðs á dögunum að leita á náðir samfélagsmiðla til að athuga hvort einhver gæti búið yfir upplýsingum um hvar hann væri að finna. Í samtali við blaðamann segir Særún að þrátt fyrir takmarkaðar upplýsingar séu þau staðráðin í að halda áfram að reyna, enda sjálfsagður réttur allra að þekkja uppruna sinn.

Móðir Antons kynntist blóðföður hans í Ástralíu en fluttist síðan til Íslands þar sem Anton fæddist. Þau mæðgin fluttu til Frakklands nokkrum árum síðar og hefur Anton búið til skiptis á Íslandi og Frakklandi síðan þá. Að sögn Særúnar hefur leit Antons að blóðföðurnum staðið yfir í rúmlega tíu ár, en með litlum árangri, og vilja þau gjarnan fara að sjá fyrir endann á þessu öllu saman.

Særún segir að þau viti í raun ekki með vissu hvert sé skírnarnafn föðursins.

„En hann heitir að öllum líkindum Anthony White og fornafnið er annað hvort Dean eða Paul. Við vitum að hann er á sjötugsaldri og að það sást seinast til hans í Maryborough í Ástralíu.“

Hún segir þau hafa reynt ýmislegt áður en hún ákvað að setja auglýsingu á Facebook-síðu sína.

„Kosningakerfið í Ástralíu er venjulega góður gagnagrunnur því þar er skráð nafn, heimilisfang og fleira. Það lítur hins vegar út fyrir að hann hafi skilað inn fölsuðum skilríkjum og ekki kosið í Ástralíu og þess vegna er nær ómögulegt að finna hann. Margir mæltu með því að tala við Hjálpræðisherinn, en þar sem að mörg nöfn og afmælisdagar koma til greina þá gekk það illa.

Hann virðist greinilega vilja láta lítið fyrir sér fara. Við vildum reyna aðrar leiðir áður en við myndum auglýsa eftir honum en við erum búin að prófa flestallt, þannig að en við eigum ekki annarra kosta völ nema að auglýsa eftir honum núna, segir Særún jafnframt en meðfylgjandi myndir birti hún með færslunni og voru þær teknar í Ástralíu árið 1988.

Særún og Anton vita einnig til þess að Anton eigi hálfsystur úti í hinum stóra heimi og vilja gjarnan freistast þess að hafa uppi á henni líka.

„Það sem við vitum er að þegar tengdamóður mín var í Ástralíu var pabbi Antons með ljósmynd meðferðis af dóttur sinni sem hann eignaðist með danskri konu,“ segir Særún en þær mæðgur bjuggu í Danmörku seint á níunda áratugnum og gætu að sögn Særúnar verið ennþá búsettar þar í landi. Hálfsystir Antons er að öllum líkindum í kringum þrítugt og eru það í raun einu upplýsingarnar sem þau búa yfir. Í facebookfærslu sinni biðlar Særún því til allra sem kunna að þekkja stúlkuna á annarri myndinni að hafa samband.

Hún segir þó nokkrar ábendingar hafa borist í kjölfar Facebook-færslunnar og þá hafi þau einnig reynt að nýta samfélagsmiðilinn frekar í leitinni, til dæmis með því að sækja um í Facebookhópum fyrir íbúa bæjarins þar sem faðirinn sást seinast. Þau ætla að halda áfram að reyna á fullu þrátt fyrir að fyrri tilraunir hafi reynst árangurslausar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki