fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Vala féll á bílprófinu: „Það eru engir fokkings bílar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. janúar 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þá fer ég bara inn í lífið með það. Ég les ekki aðstæður og er hættuleg umferðinni.“ Þetta segir tónlistarkonan Jóhanna Vala Höskuldsdóttir, annar meðlimur hljómasveitarinnar Evu, í grátbroslegu myndbandi sem hún deilir á Facebook-síðu sveitarinnar. Vala, eins og hún er kölluð, féll á bílprófi á dögunum.

Í myndbandinu lýsir hún gremju sinni yfir því hvernig fór. Prófið sjálft byrjaði ekki á góðum nótum þar sem hún gleymdi að taka bílinn úr handbremsu áður en hún ók af stað. Það setti einbeitinguna úr skorðum og hún varð stressuð.

Þá hjálpaði ekki til að Vala hafði farið í þykkbotna kuldaskó vegna slabbs, í stað þess að fara í strigaskó. Fyrir vikið hafði hún „miklu verri tilfinningu fyrir kúplingunni og öllu draslinu“.

Ljóst má vera að á ýmsu hefur gengið í prófinu. Hún greinir frá því að prófdómarinn hafi fundið að því þegar hún bakkaði út úr stæði á annars tómu bílastæði. Hún segist hafa bakkað frjálslega því hún vissi að engir bílar væru nálægt. En að prófdómarinn hafi sagt að hún hefði bakkað á alla bílana, ef þeir hefðu verið þar. „Þá erum við í einhverjum leik sem ég vissi ekkert að við værum í. Það eru engir fokkings bílar,“ segir hún og er mikið niðri fyrir.

Fram kemur í myndbandinu að Vala sé lítið gefin fyrir reglur sem eigi ekki alltaf við – svo sem eins og regluna um ypsilon, sem hún segir að sé ekki regla því á henni séu of margar undantekningar. Það sama eigi við regluna um að aka alltaf á hægri akrein.

„Þegar þú ert að læra á bíl þarftu að læra alls konar aukareglur sem þú ert bara að læra fyrir ökuprófið, eins og að gefa ógeðslega mikið af stefnuljósum inni á bílastæði, þegar enginn er þar. Sem enginn gerir, aldrei! Og það úrskurðar jafn mikið um það hvort þú nærð prófinu eða hvort þú ferð yfir á rauðu. Það gæti actually drepið þig.“

Vala féll á prófinu, eins og fyrr segir og segir í myndbandinu að prófdómarinn hafi sagt ökukennaranum að hún gæti ekki lesið í aðstæður. Það svíður Völu.

Hér er svo lagt með Hljómsveitinni Evu. Þar gerir Vala það sem hún gerir betur en að keyra bíl; hún syngur.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=n8wRbexkLVs&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki