fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Aníta fengið nóg af ónærgætnum athugasemdum: „Mikið rosalega ertu stór!“

Auður Ösp
Mánudaginn 2. janúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mikið rosalega ertu stór“ og „Ertu alveg viss um að þú ert ekki með tvíbura?“ eru dæmi um þær athugasemdir sem Aníta Rún Guðnýjardóttir hefur fengið að heyra en hún er nú gengin rúmlega 30 vikur með sitt annað barn. Hún segir mikilvægt að sýna nærgætni í orðavali enda sé meðgangan mismunandi hjá hverri og einni konu.

„Ég fékk síðast spurningu á gamlársdag hvort ég væri með tvíbura og í gær var ókunnugur gestur á veitingastaðnum sem ég vinn á sem kom við magann á mér og spurði hvenær ég ætti að eiga,“ segir Aníta í samtali við blaðamann en hún er pistlahöfundur á vefnum Lady.is og skrifaði á dögunum færslu sem þessa reynslu sína.

„Ég fékk bara nóg. Ég var búin að huga að þessu mjög lengi hvort ég ætti að þora þessu eða ekki og svo ákvað ég bara að henda í þessa færslu og sjá hvað myndi gerast,“ segir hún og bætir við að viðbrögðin við færslunni hafi svo sannarlega verið sterk. Þannig hafa þónokkrar konur deilt svipuðum reynslusögum með Anítu og tjáð sig um ónærgætnar athugasemdir frá fólkinu í kringum sig; athugasemdir sem settar séu fram sem létt spaug en eigi það til að rista ansi djúpt.

Orð hafa áhrif

„Ég er með frekar stóra kúlu, og var síðasta meðganga ekkert öðruvísi, núna er ég reyndar búin að bæta mun minna á mig heldur en síðast, en ég er reyndar lítið að pæla í því, en að sjálfsögðu reynir maður að halda kílóunum í skefjum,“ ritar Aníta í færslu sinni og bætir því við að á meðgöngunni sem nú stendur yfir hafi hún aðeins tvisvar fengið að heyra jákvæða athugasemd varðandi ástand sitt.

„Þó ég átti mig á því að kannski eitthvað af þessum „leiðindar“ athugasemdum er verið að meina vel, en það kemur bara ekki alveg þannig út hjá þeirri sem er ófrísk. Þegar þú segir „Mikið rosalega ertu stór“ þá hljómar það í mínum eyrum „Jiii, annaðhvort ertu að borða svona mikið“ eða „Þú ert alveg að fara eiga þetta barn“

ritar Aníta jafnframt og nefnir einnig holskeflu af athugasemdum frá fólki eftir að hún ákvað að minnka við sig í vinnu vegna meðgöngunnar. Þannig hafi hún til að mynda fengið að heyra: „Þú ert svo ung, þú átt að vera svo hraust“ og „Þvílíkur lúxus, að vera vinna bara 6 tíma vaktir!“

Þá tekur Aníta fram að athugasemdirnar hafi ekki komið frá hennar nánustu, heldur ókunnugum og fólki sem hún hitti allajafna ekki oft. Hún segir mikilvægt að fólk sýni nærgætni þegar það tali við ófrískar konur og hyggst setja eitthvað út á útlitið þeirra eða getu á meðgöngu.

„Og mundu að orð þín hafa áhrif, því bið ég þig að segja eitthvað jákvætt eða uppbyggilegt næst þegar þig langar að segja að óléttu kúlan hjá þjónustu stúlkunni þinni er stór,“ ritar Aníta og stingur upp á athugasemdum á borð við: „Mikið rosalega blómstrar þú“, „Rosalega ert þú dugleg“ og „Þú lítur mjög vel út“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki