fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Emilía opnar sig um einelti: „Að mörgu leyti hefur þetta mótað mig“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 19. janúar 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langaði að opna þessa umræðu. Þolendur í eineltismálum eru alltaf fórnarlömbin. Það er á ábyrgð samfélagsins að reyna að bregðast við, aðstoða og koma í veg fyrir einelti. Alveg sama hvernig á það er litið, það er aldrei í lagi að leggja í einelti,“ segir Emilía Björg Óskarsdóttir sem á dögunum opnaði sig opinberlega í myndskeiði á Snapchat um einelti sem hún varð fyrir í grunnskóla. Hún vonast til þess að opna umræðuna um einelti með frásögn sinni og segir óásættanlegt að einelti tíðkist enn í dag, árið 2017.

Emilía varð landsþekkt þegar hún söng með hljómsveitinni Nylon en hún einbeitir sér að öðrum hlutum í dag og heldur meðal annars úti vinsælli rás á samfélagsmiðlinum þar sem hún veitir innsýn inn í sitt daglega líf.

Á myndskeiðinu deilir Emilía því með fylgjendum sínum að í kjölfar þess að hún vingaðist við stelpu í skólanum sem verið var að leggja í einelti varð hún sjálf skotspónn gerendanna. Eineltið fór því að snúast að henni í staðinn.

„Þetta var það slæmt að mig langaði ekki lengur að vera í þessum skóla,“ segir Emilía jafnframt. Hún segir skólayfirvöld ekki hafa horfst í augu við vandann á sínum tíma, heldur litið í hina áttina. Síðan eru liðin 20 ár og kveðst Emilía lítið hafa rætt þessa reynslu síðan.
„Ef þið verðið vitni að einelti þá þarf að grípa inn í. Það þarf að stökkva inn í og stoppa það. Þá má ekki líta undan.“

Allir hafa sama rétt

Hún segir reynsluna jafnframt hafa gert hana að því sem hún er í dag. „Ég er ofboðslega stolt af öllu því sem ég hef gert. Ég er rosalega stolt af þeirri konu sem ég er í dag. Að mörgu leyti hefur þetta mótað mig.“

Hún kveðst ekki vera sár út í gerendurna í dag en hvetur gerendur eineltis til að líta í eigin barm; jafnvel gera upp málin við viðkomandi þolanda og biðjast afsökunar. Þá minnir Emilía fórnarlömb eineltis á það að þetta muni allt saman líða hjá. Reynslan þurfi ekki að fylgja þeim út í lífið. „Verið bara ótrúlega sterk. Þetta gefur ekkert til kynna hver þið eruð, hvað þið eruð eða hvað þið munið verða.“

„Einelti á að vera útrýmt. Einelti á ekki að vera til. Þetta á ekki að vera til staðar í dag, við eigum að vera komin með meiri þekkingu. Við eigum að vera orðin betri en þetta,“ heldur Emilía áfram en sjálf hefur hún ekki látið þessa erfiðu reynslu buga sig og tekur fram að henni hafi tekist að eiga yndislegt líf þrátt fyrir að hafa orðið fyrir einelti á yngri árum.

„Fyrst og fremst vona ég að 2017 verði árið þar sem einelti verður útrýmt á Íslandi. Því við erum öll ólík, það er enginn eins og við verðum aldrei eins. En við höfum öll sama réttinn á því að vera á þessari jörð.“

Í samtali við blaðamann tekur Emilía jafnframt fram að hún telji einelti fyrst og fremst samfélagslegt vandamál, sem ekki einskorðist við skóla. Aðspurð um viðbrögðin við frásögn sinni segir Emilía þau hafa verið afskaplega góð. Þannig hafi aðrir þolendur eineltis sett sig í samband við hana.

„Það eru alltof margir sem hafa einmitt ekki þorað að tala, sem er ekki nógu gott mál. Það er eins og þolendur skammist sín, en ég tengi að mörgu leyti við það. Mér fannst erfitt að tala um þetta þrátt fyrir að ég hafi ekki gert neitt rangt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“