fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Snowdon lávarður kveður

Heimsþekktur ljósmyndari og mágur Englandsdrottningar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af þekktustu ljósmyndurum Breta, Snowdon lávarður, er látinn, 86 ára gamall. Hann var kvæntur Margréti prinsessu, systur Elísabetar Englandsdrottningar, á árunum 1960–1978. Snowdon, sem skírður var Antony Armstrong-Jones, var afar virtur ljósmyndari og um tíma listrænn ráðgjafi Sunday Times. Þekktastur er hann fyrir myndir sínar af frægu fólki, þar á meðal konungsfjölskyldunni, sem birtust meðal annars í Vogue, Vanity Fair og Daily Telegraph. Árið 1968 gerði hann heimildamynd fyrir fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur þar sem fjallað var um ellina. Myndin hlaut Emmy-verðlaun. Honum var margt ti lista lagt og hannaði til dæmis fuglabúr fyrir dýragarðinn í London sem þykir mikið listaverk. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar á löngum ferli.

Snowdon þótti afar sjarmerandi maður með góða kímnigáfu. Einkalíf hans var vægast sagt skrautlegt. Sögusagnir voru á kreiki um að Snowdon hefði átt í ástarsamböndum við karlmenn og einhverjir þeirra hafa verið nafngreindir. Um þann orðróm sagði Snowdon: „Ég varð ekki ástfanginn af strákum en nokkrir karlmenn hafa orðið ástfangnir af mér.“ Hann átti tvö börn með Margréti prinsessu og mörgum árum síðar kom í ljós að hann hafði eignast dóttur stuttu áður en þau gengu í hjónaband.

Hjónaband þeirra Snowdon einkenndist af heiftarlegum rifrildum.
Margrét prinsessa Hjónaband þeirra Snowdon einkenndist af heiftarlegum rifrildum.

Stormasamt hjónaband

Í Bretlandi var hann fyrsti almúgamaðurinn í 450 ár til að giftast konungsdóttur. Þau Margrét voru gefin saman í Westminster Abbey og var það fyrsta konunglega brúðkaupið sem sjónvarpað var frá og 300 milljónir fylgdust með því. Ingrid Danadrottning var eini meðlimur erlendra konungsfjölskyldna sem mætti í brúðkaupið en í konunglegum kreðsum þótti afar ófínt að prinsessa skyldi giftast ljósmyndara.

Sambandið við prinsessuna var stormasamt og líferni þeirra beggja villt með tilheyrandi áfengisneyslu. Rifrildi þeirra voru heiftarleg, kunningi þeirra lýsti þeim þannig að það hefði verið eins og að verða vitni að tveim einstaklingum skiptast á byssuskotum. Þegar sambandið var sem verst hafði Snowdon fyrir vana að lauma miðum milli blaðsíðna í bókum sem kona hans var að lesa. Á einum þeirra stóð: Þú lítur út eins og handsnyrtifræðingur af gyðingaættum og ég hata þig.“

„Ég vildi óska að hún næði sér í elskhuga og léti mig í friði,“ sagði Snowdon við vin sinn. Hann átti í ástarsamböndum utan hjónabands en varð hins vegar æfur þegar eiginkona hans fékk sér elskhuga. Mánuði eftir að myndir birtust af prinsessunni í sundfötum á sólarströnd með elskhuga sínum, sem var 17 árum yngri en hún, var tilkynnt um skilnað hjónanna.

Einn virtasti ljósmyndari Breta er látinn.
Snowdon lávarður Einn virtasti ljósmyndari Breta er látinn.

Í uppáhaldi hjá drottningu

Eftir skilnað þeirra Margrétar kvæntist Snowdon að nýju og eignaðist dóttur en átti á sama tíma í ástarsambandi við blaðakonu sem fyrirfór sér árið 1996. Seinna hjónabandi hans lauk árið 2000 eftir uppljóstrun um að hann hefði eignast barn utan hjónabands. Þrátt fyrir skilnaðinn við Margréti var Snowdon einn af eftirlætisljósmyndurum Elísabetar drottningar og hélt áfram að mynda hana og aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar.

Sem barn þjáðist Snowdon af lömunarveiki sem gerði að verkum að hann var haltur. Hann var alla tíð ötull talsmaður fatlaðra og barðist fyrir réttindum þeirra. Vinur hans lýsti honum eitt sinn með orðunum: „Það er ómögulegt að ímynda sér blíðari eða fágaðri mann en hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“