fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Sigga Lund skilin og stefnir til Balí: „Í lok október skildu leiðir eftir 7 ára samband“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef verið að snappa um leitina að sjálfri mér eftir sambandsslit við sambýlismann minn til 7 ára. Ferðalagið kalla ég „Leitin að Siggu Lund“. Nú langar mig að gera heimildarmynd um þessa mögnuðu vegferð sem nú leiðir mig til Balí. Getur þú lagt mér lið?“ spyr Sigríður Lund Hermannsdóttir eða Sigga Lund eins og hún er gjarnan kölluð en hún stendur fyrir söfnun á Karólina Fund.

Sigga hefur starfað sem fjölmiðlakona um langt skeið og hóf feril sinn á útvarpsstöðinni Létt 96,7 árið 2003. Eftir þrjú ár færði hún sig yfir á FM957. Þá hefur hún meðal annars starfað á Bylgjunni, Austurfrétt og N4. Sigga segir:

„Árið 2014 vatt ég mínu kvæði í kross. Ég flutti á sveitabæinn Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og gerðist fjárbóndi ásamt kærasta mínum, sem er fæddur þar og uppalinn. Í þessum afdal byrjaði borgarstelpan að snappa frá lífinu og tilverunni í sveitinni. Sveitalífið var ljúfsárt, svo margt gott en um leið svo margt sem var bara ekki að ganga upp. Eftir rúm tvö ár flutti ég frá Vaðbrekku á Akureyri og hóf störf hjá N4. Við skötuhjú létum reyna á fjarbúð en í lok október síðastliðinn skildu leiðir eftir 7 ára samband.“

Sigga er vinsæl á snappchatt og hefur talað opinskátt um skilnaðinn. Hún segir síðustu mánuði hafa verið mikla rússíbanareið. Sigga Lund segir:

„Þegar ég lít til baka yfir síðastliðna mánuði geri ég mér grein fyrir því að þetta er mögnuð vegferð sem á erindi við marga. Því langar mig að taka þetta skrefinu lengra og segja söguna í formi heimildarmyndar. Þetta yrði ekki skilnaðarsaga heldur saga konu sem vaknar upp af löngum dvala og leggur í leit að sjálfri sér.“

Sigga Lund stefnir nú til Balí til að sækja námskeið sem heitir Transform your life. Stefnan er að dvelja á Balí næstu fjórar vikur og taka upp heimildarmynd. Sigga segir að lokum:

„Til þess að heimildarmyndin verði að veruleika þarf ég styrk til að hrinda henni af stað. En um leið og ég leita eftir fjármagni til að hefjast handa býð ég þér að koma með í þetta spennandi ferðalag á Snapchat og fylgjast með frá upphafi. Upplifðu ferðalagið með mér og sjáðu hvernig heimildarmyndinni miðar. Addaðu mér undir sigga-lund.“

Hér má finna söfnun Siggu.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=4aXo0MVqIX8&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki