fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Steingrímur: „Ég get alveg viðurkennt að ég hef komist í kast við lögin“

Óvenjuleg söfnunarárátta átti eftir að draga dilk á eftir sér – „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði verið sérlega leiður yfir því að vera leiddur út úr lögreglubíl fyrir utan húsið mitt“

Auður Ösp
Mánudaginn 16. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get alveg viðurkennt að ég hef komist í kast við lögin. Ég var reyndar 7 ára og bjó á Seltjarnarnesi þegar það átti sér stað…í fyrsta skipti,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrverandi ritstjóri Pressunnar í færslu Facebook síðu sinni en þar deilir hann skondinni sögu. Rifjar Steingrímur upp hvernig óvenjuleg söfnunarárátta í bernsku leiddi til þess að hann gerðist brotlegur við lög.

Kveðst Steingrímur hafa tekið upp á því að safna alls konar lyklum og stóð það yfir um skeið.

„Ég fékk gamla lykla heima, bað foreldra vina minna um lykla og stundum var ég heppinn og fann lykla úti á götu, í móa, niður í fjöru, á bílastæðum og svo mætti áfram telja. Á tímabili var ég með myndarlega lyklahrúgu sem ég festi við beltið mitt hægra megin og lét heyrast vel í þegar ég gekk um. Hvort þetta var húsvarðadraumur skal ósagt látið en ég fór um allt með lyklana mína,“ ritar Steingrímur og bætir við að loks hafi lyklasafnið orðið svo stórt að hann gat ekki lengur ferðast um með það. Hann skipti því lyklunum upp eftir tegundum og var ávallt með eina af kippunum meðferðis, og voru lyklarnir reglulega notaðir.

„Eitt kvöldið vorum við strákarnir að leika okkur á planinu við Mýrarhúsaskóla og að sjálfsögðu kom upp sú hefðbundna hugmynd að prófa lyklakippuna á útidyrahurðinni að skólanum (já, líklega átti ég hugmyndina). Eftir nokkrar tilraunir snérist einn lykillinn í skránni og voila! hurðin opnaðist. Ég gekk að sjálfsögðu rakleitt inn og marseraði eftir göngum skólans eins og…skólastjóri eða eitthvað. Strákarnir sem voru með mér voru hins vegar eitthvað órólegir og einn af öðrum læddust þeir svo lítið bar á til baka og létu sig hverfa út í rökkrið. Ég var hins vegar í huganum orðin landkönnuður á ókunnum stað þar sem óþekktar dýrategundir, fjársjóðir og sjóræningjar gátu leynst handan við næsta horn – eða í þessu tilfelli – í næstu skólastofu. Í eigin hugarheimi ævintýra og ferðalaga um frumskóga og Kyrrahafseyjar áttaði ég mig ekki alveg strax á því að ég var skyndilega einn eftir á vettvangi, ranglandi um gangana í kolniðamyrkri og djúpt í myrkviðum…skólans.

En svo fór ég að finna fyrir því að ég var einn. Aleinn. Í myrkri. Og ég fór að heyra ýmis hljóð. Skuggar urðu grunsamlegir og ógnandi. Ævintýraþráin vék fyrir óttanum. Ég fór því að kveikja öll ljós sem ég fann.“

Það reyndist hins vegar afdrifarík ákvörðun að kveikja ljósin í skólabyggingu að kvöldlagi, líkt ogSteingrímur átti eftir að komast að.

„Skömmu síðar gekk ég í flasið á lögreglumanni sem var allt annað en ánægður með „innbrotsþjófinn“ mig. Hann þreif í úlpuna mína og dró mig út þar sem yfirheyrslan fór fram. Ég játaði allt, viðurkenndi sekt mína þó ég teldi mig ekki hafa verið í innbroti, miklu frekar í ævintýraleiðangri. Svo var ég keyrður heim,“ segir Steingrímur sem tók það ekki sérstaklega nærri sér að hafa verið staðinn að verki.

„Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði verið sérlega leiður yfir því að vera leiddur (jæja…) út úr lögreglubíl fyrir utan húsið mitt þannig að allir vinir mínir (já og einhverjir foreldrar þeirra) sáu að mér var fylgt heim af lögreglu. Ég væri líka að ljúga ef ég segði að foreldrar mínir hefðu verið sérlega ánægðir með þetta en einhvern veginn held ég að þau hafi ekki verið neitt sérlega undrandi að ég gæti komið mér í enn eina klípuna,“

segir Steingrímur að lokum en hann þurfti að sjá á eftir lyklasafninu í kjölfar hins misheppnaða glæps. Næsta söfnunardella sem tók við var að vísu lítið skárri, en Denni tók upp á að safna flóm og kóngulóm í krukkur, við litla hrifningu móður sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“