fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Lovísa: „Eftir hálfa dvölina vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa“

Þjáðist af frammistöðukvíða í Bandaríkjunum – „Þetta stendur ekkert utan á manni“

Auður Ösp
Mánudaginn 16. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta stendur ekkert utan á manni. Það segja margir að það sé fyrsta skrefið í ferlinu að segja frá þessu. Það voru margir sem voru steinhissa,“ segir Lovísa Falsdóttir körfuboltakona hjá liði Grindavíkur en hún hefur háð baráttu við kvíða og andlega vanlíðan undanfarin misseri.

Í viðtali sem birtist hjá Víkurfréttum en hún hefur tjáð sig opinskátt um andleg veikindi sín á samfélagsmiðlum og segir fólk oft óttast umræðuna um þau mál. Hún lýsir því hvernig kvíðinn þróaðist á meðan á tíu mánaða námsdvöl hennar í Bandaríkjunum stóð.

„Mig grunar að ég sé með undirliggjandi ADD (athyglisbrest). Mér gekk alltaf vel í skóla þegar ég var yngri en þegar ég var á öðru ári í framhaldsskóla átti ég orðið mjög erfitt með að einbeita mér. Eftir erfiðustu önnina mína í skóla fór ég til Bandaríkjanna í skóla og til þess að spila körfubolta. Þar þróaði ég með mér mikinn frammistöðukvíða,“ segir Lovísa og bætir við að í stað þess að takast á við líðan sína hafi hún tekið þann pól í hæðina að harka af sér. Í kjölfarið leið henni sífellt verr.

„Eftir hálfa dvölina vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa.“

Það var ekki fyrr en seinasta haust að Lovísa tók að opna sig um vandann en hún kveðst fram að því hafa sett upp grímu til að fela vanlíðan sína.

„Það lagaðist svo ekkert fyrr en ég sagði einhverjum þetta allt í fyrsta skipti. Þetta stendur ekkert utan á manni. Það segja margir að það sé fyrsta skrefið í ferlinu að segja frá þessu. Það voru margir sem voru steinhissa. Ég veit alveg að ég lít út fyrir að vera með breitt bak og að ég geti tekið hverju sem er. Maður þarf bara að vera hreinskilinn við sjálfan sig og gera það sem þarf til þess að hugsa um sig.“

Lovísa viðurkennir að á hana hafi leitað vissar spurningar þegar hún ákvað að leita sér aðstoðar sálfræðings til að takast á við líðan sína.

„Maður hugsar ósjálfrátt, hvað á fólk eftir að hugsa um mig? Ég hef trú á því að allir hefðu gott af því að vinna í sér. Það er enginn sem fer í gegnum lífið án þess að lenda í áföllum. Það er enginn fullkominn,“ segir hún jafnframt en hún hefur fengið sterkar undirtektir eftir að hún opnaði sig um líðan sína á samfélagsmiðlum.

„Það eru svo margir sem skilja ekki af hverju maður þarf að ræða þetta. Það fólk tengir þá ekkert við það sem maður er að segja. Ég vil auðvitað ekki að neinn tengi við það. Ef allt væri eins og best er á kosið þá væri ég hoppandi kát alla daga og gerði ekki úlfalda úr mýflugu hvað varðar öll verkefni sem ég tek mér fyrir hendur. Ég var alveg með í maganum að tjá mig um þetta en svo þegar ég sá að þetta var að hjálpa öðrum og að hjálpa fólki að skilja mig, þá hjálpaði þetta mér að taka grímuna niður og vera bara ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar