fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

„Þarf ekki að vera full til að vera skemmtileg og ofurhress“

Auður lifði fyrir djammið í mörg ár og „djammviskubitið“ var að drepa hana

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. janúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir 2 árum og nokkrum mánuðum tók ég þá ákvörðun að hætta að drekka. Ég fór á botninn í minni drykkju og mitt síðasta stóra djamm innihélt mörg „blackouts“, mundi eftir mjög litlu af nóttinni og djammviskubitið var að drepa mig. Ég ákvað að þetta gengi ekki lengur og ég vildi ekki misnota áfengi svona og hætta að ofgera líkamanum,“ þannig hefst pistill sem Auður Elín Sigurðardóttir skrifaði á vefinn Belle.is í vikunni.

Auður sem er 34 ára gömul í dag segir að hún hafi verið mjög háð djamminu frá því hún var unglingur. Í mörg ár lifði hún fyrir helgarnar og djammaði oft frá fimmtudagskvöldi til sunnudags. Þrátt fyrir að djammið hafi minnkað hjá henni síðustu árin þá fór hún oft langt yfir strikið í drykkjunni. „Því tók ég þá afdrifaríku ákvörðun að hætta að drekka. Besta ákvörðun lífs míns! Í dag get ég farið út að skemmta mèr án áfengis og get sagt að það er bara alveg jafn gaman og með áfengi,“ skrifar Auður.

Auður segir í samtali við DV að hún hafi hætt a drekka án aðstoðar. „Ég tók bara ákvörðun um að nú væri ég hætt, það var erfitt fyrst en eftir að ég fann hve vel mér leið án áfengis þá var auðveldara að halda áfram. Og eins og þetta lítur út núna sé ég ekki fyrir mér að ég muni drekka aftur. Ég hef öðlast betra líf án áfengis.“

Líður betur andlega og líkamlega

„Nú hristir örugglega einhver hausinn og hugsar: nei hún er bara að blekkja sjálfa sig, það getur ekki verið gaman á djamminu edrú! En það getur það bara víst! Af hverju erum við að hella okkur full til að njóta betur kvöldsins, það er í raun og veru engin þörf á því,“ spyr Auður á blogginu. Hún segir að fleiri jákvæðar lífstílsbreytingar hafi fylgt ákvörðuninni um að hætta að drekka og telur upp nokkur atriði. Hún léttist, er ekki lengur þrútin í andliti, bólgur roði og bólur eru horfnar, henni líður betur andlega, hugurinn er skýrari, helgarnar eru lengri þar sem hún missir ekki einn dag í að liggja í þynnku, hún hefur meiri orku og sefur betur.

„Auðvitað getur verið gaman að drekka en oftast endist töfratími drykkjunnar bara í 1-2 tíma þegar maður er á milli þess að vera „tipsy“ og blindfullur. Mín reynsla er að fyrsti partur kvöldsins fer í að reyna að drekka sig full, síðan kemur stutti skemmtilegi milliparturinn og svo seinni parturinn fer oft í að vera of drukkin til að njóta djammsins,“ skrifar Auður og bætir við að fyrir henni sé aðalatriðið að njóta samveru með vinum sínum. Hún er laus við „djammviskubitið“, samviskubitið sem fylgir oft drykkjunni og man eftir öllum samræðum kvöldins og veit þar af leiðandi að hún sagði hvorki né gerði neitt rangt.

Segist hafa öðlast betra líf án áfengis
Auður Elín Segist hafa öðlast betra líf án áfengis

Mynd: belle.is

„[Ég] man eftir því hvernig mér leið og ég veit að ég naut mín í botn! Engin þynnka daginn eftir! Er ekki búin að vera þunn í meira en 2 ár, yndislegt! Þetta hefur líka fengið mig til að fara út fyrir þægindarammann minn og það að geta verið ég sjálf á djamminu og ekki undir áhrifum hefur haft góð áhrif á sjálfstraustið þar sem mér líður ekki eins og ég þurfi að vera full til að vera skemmtileg og ofurhress. Frábært að uppgötva að þessi hressa týpa sem maður var á djamminu í denn var ekki bara vegna áfengisins.“

Auður segist þó ekki hafa neitt á móti því að fólkið í kringum hana velji að drekka áfengi, hún virðir það val og vonar að aðrir virði hennar val. Hún vonar þó að með bloggfærslunni hafi hún fengið einhvern til að íhuga að gerast edrú. „Sérstaklega ef ykkur finnst drykkjan vera orðin að vandamáli í ykkar lífi og þið gangið oft yfir strikið. Og auðvitað ef ykkur og þeim í kringum ykkur líður ekki vel vegna drykkju ykkar mæli ég 100 pròsent með þessari lífsstílsbreytingu. Það mun bara gera gott. Þetta blogg er ekki meint sem predikun um að áfengi sé böl, það er allt gott í hófi þótt það virki ekki fyrir mig persónulega,“ skrifar Auður að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“