fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Ragnheiður glímir við krabbamein á fjórða stigi

Mesta áfallið að heyra að hún gæti mögulega ekki átt barn

Kristín Clausen
Sunnudaginn 15. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. janúar 2016 umturnaðist tilvera Ragnheiðar Guðmundsdóttur en þá fékk hún að vita að hún væri með krabbamein. Ári síðar hefur Ragnheiður, sem er 34 ára, lokið tveimur erfiðum krabbameinsmeðferðum en meinið, sem er á fjórða stigi, er í lífhimnu og lifur. Þá þurfti hún að berjast hatrammlega fyrir því að fá að giftast unnusta sínum, Ravi Rawat, sem er indverskur. Þrátt fyrir illvígan sjúkdóm Ragnheiðar átti að reka Ravi úr landi en sýslumaðurinn í Reykjavík tók pappíra, sem hann lagði fram þegar þau sóttu um að fá að gifta sig, ekki gilda. Innanríkisráðuneytið sneri þeim úrskurði á síðustu stundu og Ragnheiður og Ravi gengu í hjónaband í lok ágúst.

Eiga einn fósturvísi í frysti

Líkt og margar konur á hennar aldri langar Ragnheiði að eignast börn með eiginmanni sínum. Síðasta vor, áður en Ragnheiður fór í fyrri lyfjameðferðina, fór hún í eggheimtu og freistaði þess að láta frysta fósturvísa.

„Þegar ég veiktist hafði ég lengi þráð að eignast barn. Ég held að mesta sjokkið, allavega til að byrja með, hafi verið þegar ég áttaði mig á því að krabbameinsmeðferðin gæti haft þau áhrif á líkama minn að ég gæti ekki átt barn.“

Nokkrum vikum síðar fór Ragnheiður í eggheimtu og eggin sem náðust voru frjóvguð með sæði frá Ravi. Þetta fengu þau í gegn þó svo að reglur kveði á um að aðeins pör sem eru gift eða í sambúð geti farið í frjósemismeðferð. Meðferðin skilaði einu frjóvguðu eggi sem er í frysti hjá IVF klíníkinni.

„Þau leyfðu okkur að klára ferlið þó svo að við værum ekki gift. Eina skilyrðið sem þau settu var að við værum búin að giftast þegar fósturvísirinn yrði settur upp. Það er notalegt tilfinning að vita að það er enn von fyrir okkur að eignast barn. Vonandi næ ég heilsu svo hægt verði að setja fósturvísinn upp. Annars hef ég róast mikið þegar kemur að barneignum. Það gerist ef það á að gerast. Ég fagna því að vera á lífi. Annars er ég líka opin fyrir því að ættleiða barn. Það eru svo mörg börn sem fæðast í heiminum og skortir ást og umhyggju. Til dæmis á Indlandi.“

Viðtalið við Ragnheiði má finna í heild sinni í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig