fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Alls ekki erfitt að búa á Íslandi – „Kom mest á óvart að enginn talaði arabísku“

Bakir Anwar Nassar kom sem flóttamaður til Íslands sem barn. Hefur hlotið verðlaun fyrir námsárangur og fótbolta

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. janúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var 10 ára að verða 11 þegar ég kom, ég vissi lítið um Ísland á þeim tíma. Það sem kom mér mest á óvart var að það talaði enginn arabísku, en ég hafði ímyndað mér að allir töluðu sama tungumálið,“ segir Bakir Anwar Nassar tæplega tvítugur írakskur strákur í viðtali við Skagafréttir á dögunum.

Bakir kom til Íslands haustið 2008 ásamt móður sinni og tveimur systkinum og settist fjölskyldan að á Akranesi. Þau voru í hópi átta fjölskyldna sem komu til Íslands frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak.

„Ég vissi að það væri kalt á Íslandi, kannski snjór, en mér leið strax vel hérna og Akraneshöllin varð mitt annað heimili strax í fyrstu vikunni,“ segir Bakir. Bakir fór í fótbolta með strákunum strax daginn eftir komuna til Akraness, nokkrum vikum síðar sá hann snjó í fyrsta sinn og segir að það hafi verið ískalt en hann var fljótur að venjast því. Hann segir það einnig hafa gengið vel að læra íslenskuna og núna hugsi hann á íslensku og nota arabískuna bara þegar hann talar við fjölskylduna sína.

„Við björguðum okkur með ýmsum hætti til að byrja með til að gera okkur skiljanleg. Ég notaði fingramál og krakkarnir líka, smátt og smátt komu íslensku orðin inn. Mér fannst í raun ekki erfitt að læra íslenskuna enda var ég með tungumálið í eyrunum alla daga í skólanum og á æfingum í fótboltanum,“ segir Bakir í viðtalinu en blaðamaður Skagafrétta segir Bakir tala betri íslensku en margir jafnaldrar hans.

Bakir hefur æft fótbolta frá því hann flutti til landsins 10 að verða 11 ára gamall
Efnilegur Bakir hefur æft fótbolta frá því hann flutti til landsins 10 að verða 11 ára gamall

Mynd: skagafrettir.is

Knattspyrnuæfingar hafa skilað árangri því Bakir var valinn efnilegasti leikmaður knattspyrnufélagsins Kára á uppskeruhátíð félagsins í desember. „Áður en ég kom til Íslands hafði ég bara leikið mér í fótbolta á sparkvöllum og aldrei haft þjálfara. Það var mikið stökk fyrir mig að koma á æfingu hjá ÍA,“ segir Bakir. Hann segist ekki hafa önnur markmið í fótboltanum en að æfa eins mikið og hægt er og sjá hvert það leiðir hann.

Bakir lætur sigra í knattspyrnu þó ekki nægja. Hann útskrifaðist um áramótin frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi þar sem hann hlaut verðlaun fyrir framfarir og ástundum í námi. Hann segir líklegt að hann muni hefja nám í tölvurnarfræði við Háskólann í Reykjavík í haust þar sem hann hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist stærðfræði og eðlisfræði.

Bakir lýkur viðtalinu með því að segja að það sé alls ekki erfitt að búa á Íslandi. „Það eina sem mér fannst erfitt að venjast var að sofa þegar það var bjart á nóttunni á sumrin. Annars hefur þetta bara gengið vel og mér líkar vel hérna á Akranesi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“