fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Beta beið í fimm vikur eftir tíma á bráðamóttöku geðdeildar

Auður Ösp
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 19:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég lá uppí rúmi, ég veit ekki hvað lengi, og kemst til meðvitundar þegar röddin mín hastar á mig og segir; Þetta snýst ekki um þau, þetta snýst um þig! Eins og ég væri að peppa mig í að drepa mig og ætti ekkert að hugsa um framhaldið,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, betur þekkt sem Beta Rokk en hún greindist nýlega með geðlægð og heldur úti heimasíðu þar sem hún lýsir veikindum sínum og bataferli á einlægan og opinskáan hátt.

Beta lýsir því meðal annars hvernig greiningarferlið reyndist bæði langt og erfitt en hún leitaði á bráðamóttöku geðdeildar í júlí 2016 vegna þunglyndis og kvíðahugsana líkt og hún lýsir í færslu sinni. Hún reyndist vera í djúpri lægð.

„Þegar ég stóð mig að því að hafa verið í óskilgreindan tíma liggjandi uppi í rúmi að íhuga hvaða lyf væri hægt að nota til að slökkva bara á mér fyrir fullt og allt ákvað ég að fara á bráðamóttöku geðdeildar. Ég hafði gengið í gegnum margt um ævina en aldrei ígrundað sjálfsmorð af einhverri alvöru. Og ég skildi þetta ekki…ég á tvö fullkomin börn, elskandi eiginmann, bestu vini í foreldrum og bróður og á fyrir reikningum um hver mánaðarmót.“

Beta leitaði aftur á bráðamóttökuna í október, í annað skiptið á þremur mánuðum líkt og hún lýsir í annarri færslu.

„Ég bíð í rúma tvo tíma á biðstofunni áður en ég fer í tékk. Þá er ákveðið að ég fari í „endurkomu” og að það yrði hringt í mig til að staðfesta tíma. Ég bíð við símann sem aldrei hringir. Loks kom að því að ég fékk tíma, heilum 5 vikum eftir komuna á bráðamóttökuna en þá hafði ég farið grenjandi til heimilislæknisins í millitíðinni og skipti um lyf. Ég einfaldlega gat ekki beðið lengur.“

Hún kveðst aldrei hafa fengið tala við geðlækni á spítalanum.

„Sú sem tók á móti mér þar var sálfræðinemi og skrifaði ég undir eitthvað plagg sem leyfði henni að tala við ráðgefandi lækni. Eftir það viðtal var ákveðið að ég færi í greiningu og sagði hún það geta tekið tvo til þrjá 2 klst. fundi þar sem ég hafði lent í það mörgum áföllum um ævina. Ég var bara iiiiii…. ég er samt æðislega normal skiluru!“

segir Beta og bætir við að á spítalanum hafi hver tími hjá sálfræðingum kostað 3000- 4000 krónur og þá var hópmeðferðin í huglægri atferlismeðferð sem henni bauðst ekki mikið ódýrari; rúmlega 20 þúsund krónur. Enginn þar hafi minnst á úrræði á borð við Hugarafl og Virk og var það ekki fyrr en Beta setti sig í samband við geðlækni sem hún sjálf þekkti að hún komst á snoðir um þá hjálp sem þar er í boði.

Hér má finna heimasíðu Betu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi