fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Siggi Sigurjóns um föðurmissinn: Fannst vont að nota orðið „pabbi“

Auður Ösp
Föstudaginn 30. september 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér fannst vont að segja þetta orð. Vont að segja pabbi. Þetta er mjög sterkt í minningunni,“ segir leikarinn ástsæli Sigurður Sigurjónsson, eða Siggi Sigurjóns eins og flestir þekkja hann. Í samtali við Mannamál á Hringbraut rifjar Siggi upp föðurmissi í æsku en hann ólst upp á þeim tíma þar sem það tíðkaðist að þagga hlutina niður, þar á meðal andlát fólks, og kveðst Siggi ekki hafa getað notað orðið „pabbi“ fyrr en hann var sjálfur orðinn faðir.

Siggi er fæddur í Hafnarfirðinum um miðbik sjötta áratugarins og er að eigin sögn „fullgildur“ Gaflari.

„Ég missi pabba minn þegar ég er fimm ára gamall. Við erum tveir bræðurnir, ég og Hreiðar,þremur árum eldri en ég og ég hafði ekkert af honum að segja. Það var tíðarandi þess tíma að ræða ekkert um þann sem var fallinn frá,“ segir Siggi.

„Hann var sjómaður; dettur í sjóinn og drukknar. Og þá er það bara útrætt mál dálítið á heimilinu. Þess vegna þurrkuðust allar minningar út,“

bætir hann við og tekur undir að með þessu hafi faðir hans hreinlega horfið úr hans lífi.

„Algjörlega. Hann er ekki ræddur meir, nema að litlu leyti. Ég áttaði mig ekkert á því fyrr en ég var orðinn stálpaður maður og átti von á mínu fyrsta barni að ég áttaði mig á því að ég hafði aldrei notað þetta orð: pabbi. Ég þurfti ekki að nota það og ég held að ég hafi meðvitað ekki viljað notað það,“

segir hann jafnframt en hann segir notalega tilfinningu hafa farið um sig þegar dóttir hans, frumburðurinn, kallaði hann pabba í fyrsta skipti.

Hann lýsir því jafnframt þannig hvernig lífsbaráttan var erfið hjá móður hans sem skyndilega stóð uppi sem einstæð móðir með tvö börn. Ólust bræðurnir upp í lítilli kjallaraíbúð með engum ísskáp, í stað þess var mjólkin sett út til kælis. Siggi lýsir móður sinni þó sem sannkallaðri kjarnakonu sem hafi lagt sig alla fram við að veita þeim bræðrum áhyggjulausa æsku.

„Þetta var klárlega mjög erfiður tími hjá henni. Við vorum heppin; við áttum góða að og það vantaði ekkert upp á það.
Hún vara barðist áfram og vann heilan vinnudag, var verslunarkona alla tíð. Það bitnaði aldrei á okkur bræðrunum, við fengum mjög gott atlæti og okkur skorti aldrei neitt.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=gtdgDgtFCbU&w=600&h=550]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki