fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Jenný: „Ég fór úr því að vera alvarlega veikur öryrki yfir í það að vera nýtur þjóðfélagsþegn“

Kynferðisofbeldi í æsku hafði djúpstæð áhrif- Var ákveðin í að enda lífið – „Ég er mjög stolt af því að geta staðið keik í dag“

Auður Ösp
Föstudaginn 30. september 2016 20:00

Kynferðisofbeldi í æsku hafði djúpstæð áhrif- Var ákveðin í að enda lífið - „Ég er mjög stolt af því að geta staðið keik í dag“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég hugsa til baka finnst mér stundum bara með ólíkindum að ég hafi gengið í gegnum þetta allt saman. Ég fór úr því að vera alvarlega veikur öryrki yfir í það að vera nýtur þjóðfélagsþegn og verslunarstjóri, en það er alger sigur og ekki eitthvað sem ég hefði látið hvarfla að mér á mínum verstu dögum,“ segir Jenný Henriksen í samtali við Austurfrétt sem um árabil var óvinnufær öryrki vegna mikils þunglyndis og kvíða. Rót vandans má rekja til alvarlegs kynferðisofbeldis sem Jenný varð fyrir í æsku. Hún reyndi flestar leiðir til þess að takast á við andleg veikindi sín, án árangurs, en árið 2010 komst hún í kynni við tilraunaverkefnið Gæfusporin og átti það eftir að breyta lífi hennar til hins betra.

Jenný sagði átakamikla sögu sína á málþingi á vegum Geðhjálpar fyrir stuttu og lýsti því hvernig kynferðislegt ofbeldi af hendi náins ættinga átti eftir að marka djúp spor í líf hennar. „Hann kom því þannig til leiðar að þetta var mér að kenna. Það var ég sem bar ábyrgðina á því. Í mörg, mörg ár, þá gerði ég það,“ segir hún en ofbeldið varði í mörg ár og hafði að sögn Jennýjar mikil áhrif. „Þetta var maður sem mér þótti ofsalega vænt um og elskaði og hann kenndi mér að fólk sem ég, því er ekki treystandi,“ bætir hún við en ofbeldið gerði það að verkum að hún útilokaði fólkið í kringum sig.

Ofbeldið hætti þegar Jenný var 12 ára en afleiðingarnar áttu eftir að fylgja henni í fjölmörg ár. „Í dag er ég búin að lenda fjórum sinnum í nauðgun, þrisvar sinnum í tilraun til nauðgunar. Ég hef orðið fyrir áreiti á vinnustöðum og allt hefur þetta áhrif,vissulega. Öll þessi mál fannst mér vera mér að kenna og ég tók sökina á þeim,“ segir hún. Hún kveðst jafnframt hafa barist við þunglyndi og kvíða frá því hún man eftir sér og þekki í raun ekki annað. „Mér leið alltaf illa. Það var alltaf vanlíðan. Það var einhvern veginn alltaf ég að berjast á móti heiminum en samt án þess að nokkur tæki eftir því.“

Fór út beygð og bogin

Jenný leitaði sér fyrst hjálpar í kringum tvítugt þegar hún stundaði menntaskólanám á Akureyri og bauðst frí sálfræðiaðstoð á vegum skólans. Lýsir hún því að egar hún sagði sálfræðingum frá ofbeldinu í æsku hafi hann spurt hann hvers vegna hún hefði ekki sagt neinum frá fyrr. Þannig hefði hún hugsanlega getað bjargað öðrum frá sömu örlögum. „Ég labbaði út algjörlega beygð og bogin og leið ennþá verr.

Jenný eignast síðar tvö börn. Hún lýsir því hvernig hún tókst á við líðan sína næstu árin, meðal annars með því að leita til Stígamóta og þá fékk hún margvísleg lyf hjá heimilislækni. Þá leitaði hún sér hjálpar hjá Aflinu og freistaðist þess að skrá sig í langþráð nám. Álagið átti hins vegar eftir að vera henni um megn og fór andleg líðan hennar í algjört þrot eins og hún lýsir því. Segist hún að lokum hafa ákveðið að binda endi á lífið; þetta væri „komið gott“:

„Mér fannst eins og að það væri bara réttlátanlegt. Það væri það besta sem ég gæti gert fyrir alla, þar á meðal sjálfa mig, að láta mig hverfa. Ég var búin að ákveða hvernig og ég var búin að ákveða hvar og ég var mjög reið þegar þær áætlanir fóru út um þúfur af því að fólk þekkti mig betur en ég hélt,“ segir Jenný en maðurinn hennar kom því í gegn að hún fengi inni á geðdeild í kjölfarið. Hún kveðst þó hafa verið afar þrjósk, enda búin að ákveða hvað hún ætlaði að gera. Upphaflega átti sjúkrahúslegan aðeins að vera tveggja daga „hvíld“ en að lokum varð vistin heill mánuður. Eftir það var Jenný sleppt heim undir ströngu eftirliti en lýsir því þannig að á þeim tíma hafi hún verið orðin algjörlega flöt andlega og snerust dagarnir um það eitt að lifa af.

Mynd: Shutterstock

Lyfjalaus í dag

Jenný gekkst eftir þetta meðal annars undir rafmeðferð til vinna bug á andlegum veikinum sínum en án árangurs. Árið 2010 átti hins vegar eftir að marka tímamót en þá bauðst Jenný að taka þátt í Gæfusporum; tilraunaverkefni sem Sigrún Sigurðardóttir stóð fyrir í tengslum við Starfsendurhæfingu Norðurlands. Um var að ræða nokkurra mánaða langt og strangt ferli þar sem hópur vann saman á morgnana en eftir hádegi var starfið einstaklingsmiðað. Um varð að ræða blöndu af hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum, sálfræði- og félagsráðgjafaviðtölum, ásamt djúpslökun, höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, jóga, líkamsstöðum og fleiru.

„Þarna fékk ég verkfæri sem ég nýti enn í dag,“ segir Jenný og bætir við að eitt það mikilvægasta sem hún hafi þar lært hafi verið það að hennar heilsa er undir henni sjálfri komin. Segist hún loksins hafa tekist á við sjálfa sig og drauga fortíðarinnar. Árangurinn er stórkostlegur en Jenný hefur nú verið lyfjalaus í fjögur ár. Hún býr með eiginmanni og tveimur börnum og á þar að auki tvö barnabörn. Þá starfar hún sem verslunarstjóri á kaffihúsi Te og Kaffi. Hún tekur þó fram að hennar andlegu vinnu sé hvergi nærri lokið og inn á milli koma vissulega slæmir dagar.

„Ég er mjög stolt af því að geta staðið keik í dag og geta sagt að lífið er frábært. Í alvöru.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Q3_WXqQBCcA&w=600&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki