fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Barnaverndar- yfirvöld rannsaka mál konu sem leitaði ráða á Facebook

Myndir af hrottalegum ofnæmisviðbrögðum 20 mánaða stúlku vöktu upp spurningar

Kristín Clausen
Sunnudaginn 25. september 2016 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaverndaryfirvöld rannsaka nú heimilisaðstæður ungrar stúlku en foreldrar hennar eru grunaðir um vanrækslu eftir að móðirin setti myndir af hrottalegum ofnæmisviðbrögðum barnsins á Facebook.

Hrottaleg ofnæmisviðbrögð

Barnavernd fékk veður af málinu eftir nafnlausa ábendingu en samkvæmt móður stúlkunnar, Danielle Reid, þá er hún orðin úrkula vonar um að dóttir hennar, Tamzyn, fái viðeigandi aðstoð.

Þrátt fyrir að vera aðeins 20 mánaða hefur Tamzyn verið lögð inn á spítala 12 sinnum vegna ofnæmisviðbragða. Hún hefur verið veik frá því að hún fæddist en foreldrum hennar grunar að eitthvað meirai liggi að baki heldur en margslungið fæðuóþol.

Barnaverndaryfirvöld höfðu samband síðastliðinn föstudag
Ofnæmisviðbrögð eftir að stúlkan drakk mjólk Barnaverndaryfirvöld höfðu samband síðastliðinn föstudag

Fjölskyldan býr í Cambridge á Bretlandi en draumurinn er að koma Tamzyn undir læknishendur í Bandaríkjunum og koma henni í meðferð þar.

Úrkula vonar

Því opnaði hún á málið á Facebook en samhliða því setti Danielle á fót söfnunarreikning í gegnum síðuna Go Fund Me. Þr óskar hún óskar eftir framlögum í þeim tilgangi að safna peningum svo dóttir hennar komist til sérfræðings.

Stúlkan bólgnar upp reglulega um allan líkamann
Höndin bólgnaði öll upp Stúlkan bólgnar upp reglulega um allan líkamann

„Tamzyn verður oft mjög veik. Hún bólgnar öll upp og stundum verður líkamsparturinn sem hún er bólginn á þá stunda tvöfaldur. Þetta er ótrúlega erfitt og viðamikið. Tamzyn finnur fyrir gríðarlegum óþægindum og sársauka en læknar vita enn ekkert hvað nákvæmleg amar að henni.“

Hér má sjá handlegginn á barninu
Alvarlegt ofnæmi Hér má sjá handlegginn á barninu

Danielle segir að henni hafi brugðið mikið þegar barnavernd hafði samband. „Ég hef ekki gert neitt rangt. Ég elska þetta barn meira en allt og er að reyna að gera allt til að hjálpa henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart