fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Sextug kona var rænd á heimili sínu í Reykjavík

Tók hana heilt ár að safna upphæðinni sem var stolið

Kristín Clausen
Laugardaginn 24. september 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er bara í áfalli.“ Þetta segir sextug kona sem var rænd á heimili sínu um síðustu helgi. Ránsfengurinn var 50 þúsund krónur í peningum en það tók konuna heilt ár safna upphæðinni.

Hún ætlaði að nota hann sem gjaldeyri í utanlandsferð, þá fyrstu í fimmtán ár.

Konan sem er búsett á höfuðborgarsvæðinu vill ekki láta nafns síns getið af ótta við þjófinn sem er nákominn ættingi hennar.

Blaðamaður DV heimsótti konuna í vikunni sem er mikið niðri fyrir vegna málsins. Hún hefur átt erfitt líf og orðið fyrir miklu ónæði af hálfu fjölskyldumeðlimsins, sem er í mikilli óreglu, með reglulegu millibili síðustu áratugi.

Nú er henni þó algjörlega nóg boðið en úrræðaleysi yfirvalda gagnvart þessum hópi sem og öryggisleysið sem fylgir því að vita aldrei hvenær óreglumaðurinn bankar upp á næst hefur haft mikil áhrif á líf hennar.

Rænd á eigin heimili

Aðfaranótt sunnudagsins 18. september vaknaði konan við það um miðja nótt að einhver var að dingla á bjölluna.
Hana grunaði strax hvað væri í gangi en ákvað þó, þegar viðkomandi virtist ekki ætla að gefast upp, að kíkja út um stofugluggan og athuga hvað væri í gangi.

Þegar hún sá hver stóð fyrir utan fór hún þó strax aftur inn í svefnherbergið.

Þegar óreglumaðurinn gafst upp á dyrabjöllunni ákvað hann í staðinn að öskra og æpa nafn konunnar fyrir framan svefnherbergisgluggann hennar.

Þar sem konan er búsett í fjölbýli ákvað hún að hringja á lögregluna en í framhaldinu opnaði hún fyrir viðkomandi svo hann myndi ekki vekja alla í húsinu.

„Ég veit ekki enn af hverju ég opnaði. Hingað til hef ég yfirleitt alltaf hringt beint í lögregluna sem sér um að fjarlægja hann. Ég var bara með svo mikið samviskubit gagnvart fólkinu í stigaganginum að ég hleypti honum inn þar sem ég vissi að lögreglan væri á leiðinni.“

Ætlaði að kaupa gjaldeyri

Konan fór beint í að fela öll verðmæti á heimilinu eftir að viðkomandi var sestur niður við eldhúsborðið.

Það sem hún var þó búin að gleyma, en reyndist henni dýrkeypt, var að á eldhúsborðinu lá opið umslag með 50 þúsund krónum. Áður en lögreglan kom á vettvang stal óreglumaðurinn umslaginu og lét sig síðan hverfa.

Konan uppgötvaði ekki að peningarnir væru horfnir fyrr en þjófurinn var farinn en hann stóð einfaldlega upp og gekk út úr íbúðinni án þess að segja orð eftir að hann tók umslagið.

„Þegar ég sá að umslagið var horfið varð ég algjörlega agndofa. Ég vildi ekki trúa þessu. Eftir allt sem þessi manneskja hefur gert mér í gegnum tíðina. Ég lét lögregluna vita af þessu en veit að ég fæ þetta aldrei aftur. Þetta fór örugglega allt í að kaupa dóp.“

Ástæðan fyrir því að peningarnir voru á borðinu er sú að hún ætlaði í banka snemma á mánudagsmorgun til að kaupa gjaldeyri.

Það tók konuna sem er öryrki og með alvarlegan krónískan sjúkdóm rúmlega ár að safna þessari upphæð en hún var sömuleiðis búin að safna sér fyrir utanlandsferð. Þeirri fyrstu í 15 ár.

Þarf að hætta við

Þá má segja að þessi peningur hafi verið aleiga hennar þar sem allar hennar tekjur fara beint í leigu og annan fastan kostnað er tilheyrir því að reka heimili. Því þarf hún að hætta við ferðina sem var fyrirhuguð á næstu vikum.

Vinkonur konunnar, sem eiga sjálfar varla ofan í sig og á, finnst hræðilegt að konan þurfi að gefa upp það eina sem hana hefur hlakkað til að gera í marga mánuði, vegna ættingjans sem hefur í gegnum tíðina farið mjög illa með hana.

Þess vegna biðla þær til lesenda Dv.is hvort einhver geti orðið af smá aur til að auka líkurnar á því að hún komist í ferðalagið.

Áslaug Guðný Jónsdóttir sem heldur úti Facebook síðunni, Matarhjálp neyðarkall jólaaðstoð, og er starfrækt allt árið um kring ætlar að hafa umsjón með söfnuninni.

Áslaug hefur hjálpað hundruðum einstaklinga og fjölskyldum að verða sér úti um aðstoð í formi matargjafa en henni er mikið í mun um að konan komist í þessa langþráðu utanlandsferð.

„Þetta er kona sem leyfir sér aldrei neitt en er alltaf tilbúin að gera allt fyrir alla. Hún er búin að hlakka til í marga mánuði og svo þurfti þetta að fara svona. Algjörleg hræðilegt. Hún er alveg niðurbrotin.“ segir Áslaug.

Ef þú hefur tök á að styrkja konuna þá eru þetta reikningsupplýsingarnar

Reikningsnúmer: 0701-15-480058
Kennitala: 270658-6959

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“