fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Frosti: „Takk fyrir mig konur. Ég rata út“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Frosti Logason, annar stjórnandi Harmageddon á X-inu upplifði nýlega stórkostlegustu stund lífs síns. Fyrr í mánuðinum kom frumburður hans og Helgu Gabríelu í heiminn. Frosti fjallar um þessa stærstu stund lífs hans í Fréttablaðinu og þakkar þar konum.

„ … mín persónulega reynsla var stórfengleg. Eitthvað sem ekkert gat búið mig undir. Allar lýsingar og frásagnir sem ég hafði áður heyrt fölnuðu í samanburði við hinn raunverulega viðburð.“

Segir Frosti að fylgjast með fæðingunni hafi verið það magnaðsta sem hann hafi nokkru sinni gert.

„Samt var ég bara að fylgjast með. Reyna að vera til staðar. Það var unnusta mín sem sá um allt erfiðið. Hún gekk með barnið og fór í gegnum allskyns breytingar í níu mánuði áður en hún svo fæddi það með tilheyrandi átökum. Það er svo magnað.“

Drengurinn vaer fjórtán merkur þegaer hann kom í heiminn og 51 sentímetri. Segir Frosti að hann hafi grátið af gleði. Frosti segir að lokum:

„Hlutverk mitt á fæðingardeildinni var léttvægt. Eiginlega algert aukaatriði. Þar var starfsmaður spítalans, ljósmóðir, sem sá til þess að allt færi rétt fram. Hún var líka stórkostleg. Allar þessar konur eru djásn náttúrunnar. Ekkert fæðist án móðurinnar. Og ég er orðinn svo væminn að það rignir glimmeri og englahárum yfir lyklaborðið mitt. Takk fyrir mig konur. Ég rata út.“

Pistill Frosta í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar