fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Sigríður missti bæði eiginmann og son: „Maður jafnar sig aldrei“

Stóð uppi sem ekkja 34 ára – „Þetta var bara mitt verkefni og ég bara þurfti að takast á við það“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var undarleg tilfinning. Og eitthvað sem ég myndi ekki vilja bjóða neinum. Ef ég ætti óvini þá myndi ég ekki vilja að þeir þyrftu að ganga i gegnum þetta,“ segir Sigríður Esther Birgisdóttir sem varð fyrir þeirri hörmulegu reynslu að missa eiginmann sinn í vinnuslysi þegar hún var rétt rösklega þrítug. Föðurmissirinn varð elsta syni hennar ofviða og fór svo að hann svipti sig lífi á síðast ári.

Stóð uppi sem ekkja rúmlega þrítug

Í viðtali við Örlögin á Hringbraut rifjar Sigríður upp daginn örlagaríka árið 1996 þegar eiginmaður hennar, Sigtryggur, féll frá. Hún var þá 34 ára og 6 barna móðir en Sigtryggur var rúmlega fimmtugur. Þegar hún mætti til vinnu þennan dag var hún kölluð inn á skrifstofu þar sem fyrir voru lögreglumaður og prestur. Hún segist strax hafa fundið það á sér hvaða fregnir hún myndi fá. Henni var tjáð að Sigtryggur, sem var smiður, hefði látist í vinnuslysi. Hún segist ekki óska neinum að lenda í þessum aðstæðum.

Hún segist vera afskaplega heppin að eiga stóra fjölskyldu, sex systkini auk foreldranna, sem hafi staðið við bakið á henni og börnunum eins og klettur. Þannig sá bróðir hennar um allt tengt fjármálum og systir sá um allt tengt útför Sigtryggs. Móðir hennar flutti heim til hennar og barnanna og segist Sigríður hafa verið vafin inn í bómull. Það hafi engu að síður verið stór pakki að standa skyndilega uppi sem ekkja rúmlega þrítug- og að vera ein með fjögur börn á aldrinum 3 til 12 ára, en elstu stjúpdætur hennar tvær voru um þetta leyti fluttar að heiman.

„En þetta er bara þitt verkefni. Þetta var bara mitt verkefni og ég bara þurfti að takast á við það. En þrátt fyrir það þá er alltaf gott að eiga góða það. Það er bara þannig,“ segir hún en aðspurð um hvernig henni hafi gengið að takast á við missinn svarar hún:

„Maður jafnar sig aldrei. Maður jafnar sig aldrei, þannig. Maður lærir bara að lifa með þessum missi. Í dag á ég yndislegan mann og elska hann til himintunglanna, en það er oft sem ég hugsa: „Oh, Sigtryggur hefði nú haft gaman af þessu. Þetta hefði hann viljað.“

Þungbært

Hún segir börn þeirra Sigtryggs hafa tekist misjafnlega á við fráfalls pabba síns, en sérstaklega hafi það verið þungbært fyrir elsta strákinn þeirra, hann Snorra en honum fannst hann þurfa að taka á sig mikla ábyrgð í kjölfar þess að pabbi hans dó. „Hann var alltaf ofboðslega góður við mömmu sína, hann var svo umhyggjusamur. Honum fannst hann þurfa að taka þessa ábyrgð og það varð honum ofviða,“ segir Sigríður.

Hún kynntist síðan seinni eiginmanni sínum, Guðjóni, og þau giftust þau árið 1998. Þau eignuðust í kjölfarið tvo drengi. Hún segir Snorra alltaf hafa saknað pabba síns, þó svo Guðjón hefði gengið honum í föðrustað og samband þeirra ætíð verið gott. Að lokum sá Snorri aðeins eina leið út úr vanlíðan sinni, en hann hafði þá áður reynt að taka eigið líf en fengið viðeigandi hjálp. Þetta var á síðasta ári.

Krabbamein í sálinni

„Ég held að það hafi verið af því að hann tók á sig svo mikla ábyrgð. Of mikla, of ungur. Hann fullorðnaðist of hratt. Hann talaði sjálfur um að hann væri með krabbamein í sálinni. Og hann sagði stundum: „Ef ég væri með krabbamein í líkamanum þá myndu allir skilja það, en það skilur enginn krabbamein í sálinni. Og sjónsviðið þrengist svo. Og hann gafst upp.

Hann skrifaði okkur bréf og sagði: „Ég er uppgefinn. Ég er alltaf þreyttur. Ég hef ekkert að gefa. Þó ég eigi allt sem hugurinn getur girnst. Ég á góða konu, yndislegt barn, fallegt heimili, ég á fyrir öllum reikningum, alltaf nógan mat. Ég get þetta samt ekki,“ rifjar Sigríður upp og tekur undir með að ekkert foreldri eigi að þurfa að upplifa þann harm að lifa barnið sitt.

„Þetta er náttúrulega eitthvað sem enginn á að gera. Það er eitthvað svo órökrétt. Það bara er ekki hægt.“

Hún kveðst vera glaðvær kona og léttlynd , og þakklát þrátt fyrir allar hremmingarnar.

Ég á ennþá sjö börn. Ég á mann sem elskar mig og dýrkar jörðina sem ég geng á, ég á foreldra sem finnst ég frábær og systkini sem finnst ég æðisleg. Ég er ekkert alveg sammála þeim, en þeim finnst þetta. Og það er voðalega góð tilfinning að vita að það er einhver sem elskar mann, sama hvernig maður er.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=vURNtC-z8r8&w=600&h=550]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki