fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Jón Þór greindi sjálfan sig með ADHD

Öðlaðist annað og betra líf eftir að hafa fengið lyf við athyglisbresti

Auður Ösp
Fimmtudaginn 28. júlí 2016 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar batteríið er búið þarf að hlaða það eða keyra hausinn áfram með mjög skerta athyglisgetu og lélegar bremsur. Áður en ég fékk ADHD lyf keyrði ég hausinn á mér oft þannig og notaði svo áfengi til að slökkva á honum á kvöldin,“ segir Jón Þór Ólafsson fyrrum þingmaður Pírata sem öðlaðist nýtt líf eftir að hann fór að taka lyf við athyglisbresti. Í kjölfarið varð hugurinn friðsælli.

Í pistli á Vísi segir Jón Þór að frændi hans hefði nýlega bent honum á að hann væri með athyglisbrest. Við nánari athugun komst Jón Þór að því að öll einkenni röskunarinnar áttu við hann:

„Ég hef ofurathygli svo það gat ekki verið. Hann hafði lesið viðtöl við mig og sagði lýsingarnar vera dæmigerð einkenni athyglisbrests. Ég get ekki lært án áhuga. Mig verkjar aftan í heilann. Missi sífellt athyglina. Spennist upp. Og vinnsluminnið sem annars getur verið svo hratt skilar lítilli og ómerkilegri vinnu. Heilinn getur verið fær um ofur­athygli og vinnsluminnið verið hratt, en batteríið sem keyrir þessa framkvæmdagetu er lítið og fljótt að klárast hjá fólki með ADHD.“

Jón Þór bætir því við að það séu margar leiðir til að hlaða framkvæmdabatteríið og til að auka endinguna og hvað virki best sé einstaklingsbundið. „Áhugi eykur hleðsluna og endingu. Jákvæðar tilfinningar og hvatning einnig. Spenna og stress minnka hins vegar endinguna, en bæði hreyfing og slökun minnka stress og hlaða batteríið. Sumir þurfa stutta pásu á korters fresti.

Aðrir þurfa að hreyfa sig til að geta hugsað almennilega,“ segir hann og bætir við að lyfin sem hann fékk við röskuninni hafi loksins gert honum kleift að ná stjórn á huganum. „Lyfin slökkva algjörlega á óþægindunum og eirðar­leysinu svo ég get einbeitt mér að misskemmtilegum verkum sem lífið býður upp á. Ég hef meira val.“

„Með skilningi og stuðningi getur fólk með athyglisbrest og ofvirkni/hvatvísi yfirstigið mikið af hindrunum tengdum ADHD og gert sjálfum sér og öðrum meira gagn með friðsælli huga sem virkar þegar hann er notaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki