fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Katrín Tanja tileinkaði ömmu sinni sigurinn: „Þetta er fyrir þig. Saman, að eilífu og alltaf“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júlí 2016 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem bar sigur úr bítum á Crossfit-leikunum í Los Angeles um helgina, tileinkaði ömmu sinni sigurinn. Katrín birti meðfylgjandi mynd á Instagram-síðu sinni en þar sést amma hennar hvetja hana til dáða.

Nútíminn greinir frá því að amma Katrínar, Hervör Jónasdóttir, hafi fallið frá fyrr á árinu en þær Katrín og Hervör voru nánar. Þannig bjó hún hjá ömmu sinni og afa frá því að hún hóf nám í framhaldsskóla en fyrr á þessu ári flutti hún til Boston.

Myndin á Instagram hefur vakið mikla athygli og hafa rúmlega 22 þúsund notendur líkað við myndina. Í viðtali í Íslandi í dag í fyrra sagði Katrín að amma hennar og afi stæðu þétt við bakið á henni.

„Þau styðja mig rosalega vel í þessu. Amma mín er þekkt fyrir að vera háværust á pöllunum. Það heyrist hæst í henni. Þegar ég vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn þá var viðtal við hana í kvöldfréttunum, ekki mig,“ sagði Katrín.

This one's for you ❤️ Together, forever & always.

A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“