fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

„Lít á sársauka sem góðan í eðli sínu“

Ingólfur: Leyfum okkur að vera mannleg og njótum lífsins

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 23. júlí 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á bak við sársaukann er sár sem þú getur ekki heilað nema að fara þangað.“

Ingólfur Harðarson frumkvöðlafræðingur var beittur grófu kynferðisofbeldi í æsku. Hann er í sambúð og á tvö uppkomin börn. Hann var á fimmtugsaldri þegar hann áttaði sig á ofbeldinu og byrjaði að takast á við afleiðingar þess. Hann hefur skrifað bók um reynslu sína, sem fyrst var sár og erfið.

„Ég skil vel að fólk vilji svipta sig lífi. Ég hef verið á þeim stað. Ég átti löng samtöl við þetta fyrirbrigði, dauðann. Einu sinni var ég að keyra norður og ég var stanslaust að segja við þessa rödd, ég er upptekinn, ég tala við þig á eftir. Það virkaði.“

Ingólfur segir að erfitt hafi verið að horfast í augu við að hafa verið kynferðislega misnotaður en það hafi skýrt margt sem var að í lífi hans. Hann var félagslega einangraður sem barn en það var árið 2004 sem hann opnaði á reynslu sína í 12 spora samtökum gegn meðvirkni. Þar fóru brotakenndar minningarnar að koma upp á yfirborðið. Ingólfur telur að barnið í honum hafi verið að vernda hann þar til að hann væri kominn á öruggan stað til að glíma við sársaukann.

„Ég trúi því að barnið í okkur kjafti ekki frá fyrr en það er í umhverfi sem það treystir. Það er lífshættulegt ástand ef þú manst allt en hefur engar lausnir. Ég trúi að barnið tali þegar það uppgötvar að það er í umhverfi sem hægt er að treysta. Eftir að minningarnar komu fram er litli gaurinn búinn að vera kjafta í mig jafnóðum.“

Ingólfur segir engan sleppa við afleiðingar af ofbeldi og skiptir þá engu hvert áfallið er.

„Þetta er eins og hvert annað mein, þetta er andlegt mein aðallega. Allt þróast og vex og ef þetta fær að vera óáreitt þá stækkar það. Á endanum verður þú andlega og tilfinningalega gjaldþrota.“

Þegar Ingólfur byrjaði að takast á við minningarnar kom sársaukinn upp á yfirborðið. Því fylgdu sveiflur, sjálfsvígshugsanir. Hann var uppfullur af afleiðingum ofbeldisins.

„Til að ná í þetta þarf að fara í gegnum sársauka. Í mínum huga er sársaukinn fallegur í eðli sínu. Minningin er í raun leiðin til að takast á við sársaukann. Á bak við sársaukann er sár sem þú getur ekki heilað nema að fara þangað.“

Þegar erfiðustu vinnunni var lokið upplifði Ingólfur ofboðslegt frelsi. Hann segist fagna því í dag þegar hann finni fyrir sársauka, þá geti hann fundið minningarnar sem eru grafnar og í kjölfarið losnað undan stjórn sársaukans.

„Ég lít á sársauka sem góðan í eðli sínu. Hann er í rauninni að segja mér að það sé eitthvað sem ég þarf að kíkja á sem muni gefa mér betra líf.“

Vinnan við að sigrast á afleiðingum ofbeldisins hefur verið langt ferðalag. Ingólfur hefur á þeim tíma fundið leið sem virkar fyrir hann.

„Ef það koma upp erfiðir hlutir, þá ríf ég upp verkfærin strax. Ég fagna því þó að það sé vont. Ég veit að þarna er eitthvað að stjórna lífi mínu. Í kjölfarið þess að takast á við þetta öðlast ég svo mikið frelsi.“

Aðspurður hvort hægt sé að eiga gott og fallegt líf eftir að hafa verið beittur ofbeldi segir Ingólfur: „Það er ekki óeðlilegt að hugsa fyrst að fólk sé betur sett án þín. Það er hægt að upplifa sig skemmdan eða ónýtan en þetta hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Ekki hlusta á þessar raddir. Röddin endurspeglar ekki vilja þjóðarinnar. Það er til rosalega gott líf. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Þetta er eins og málverk eftir Salvador Dali, sem er að leka niður af borðinu og það meikar sens. Það er samanburðurinn. Ég er óendanlega þakklátur fyrir líf mitt.“ Þá segir Ingólfur að lokum:

„Við erum ekki fullkomin. Við hikstum einstöku sinnum. Það þýðir ekki að við séum misheppnuð. Vinnum vinnuna að frelsinu. Leyfum okkur að vera mannleg og njótum lífsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki